Götustrákurinn

miðvikudagur, júní 21, 2006

Towtruck Gunni

Langt síðan marr hefur bloggað, hef ekki fundið andagiftina og er reyndar ekki ennþá búinn að finna hana, verð bara að blogga eikkað smá. Síminn minn nam neyðarkall frá Mömmu og pabba (aka Evu og Bjössa) í gær, bílinn þeirra dó hetjulegum dauðdaga á Sæbrautinni þannig að ég þurfti að redda spotta og kraftmiklum bíl, og hvaða bíll er kraftmeiri en Toyotan mín. Jæja, dró bílinn þeirra heim til þeirra og svo var bara slappað af yfir TV.

Svo er fríhelgi um helgina og þá verður eikkað smá djúsað. Fer í útskriftarveislu hjá konu frænda míns, hún útskrifast sem lyfjafræðingur, ætli það verði ekki lyfjablöndur og kokkteilar í boði þar þannig að ég verð temmilega ruglaður þegar ég fer svo til hans Óskars vinar míns í smá reuninon okkar tveggja og allra fjarðarkaupsstelpnanna sem við kynntumst á húsasmiðjuárunum mínum. Það verður fróðlegt, en það verður ekki gáfuleg sjón að sjá okkur Óskar fulla. En við þurfum ekkert að vera gáfaðir, við höfum útlitið....

Og eitt enn, í seinsustu viku kom Hagkaupsblaðið inn um lúguna heima og ég leitaði og leitaði en engar kvenmannsnærfata auglýsingar, Hvurslags er þetta? Hagkaup is going down!!!

Takk förer og veriði sæl !


3 Comments:

Blogger Eva said...

ég skal klæða Bjössa í hagkaups næríur og taka myndir af honum fyrir þig og setja í póstkassan þinn.

9:11 f.h.  
Blogger Gunni said...

Ohhh... Ef þú værir til í það yrði ég ævinlega þakklátur ;)

12:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gunni rosalega ertu sterkur.... dróstu bílin þeirra með tönnunum?
Vá.... Gæinn!!!
kveðja elin

4:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home