Brúðkaupsstress o.fl.
Jæja, Eva og Bjössi (mamma og pabbi eins og sumir þekkja þetta fólk) giftu sig loksins 22 júlí. Ekkert nema allt frábært um það að segja og ég er óendanlega stoltur af þeim fyrir vikið. Ég hef reyndar sjaldan fengið að upplifa annan eins heiður eins og þá, þar sem ég fékk að leiða Evu upp að altarinu. Reyndar hef ég heldur sjaldan verið eins stressaður eins og þá, en þegar mér hafði tekist að koma Evu áfallalaust upp á altarið minnkaði stressið til muna, enda hafði ég ímyndað mér allt hið versta. Alveg týpiskt fyrir mig að ná að fella brúðina á leiðinni að altarinu eða eitthvað álíka. En allt tókst vel og ekkert nema gott um það að segja.
Svo kom að veislunni og ég hafði hugsað mér að halda ræðu, en ég er svona frekar feiminn og ég vissi ekkert hvað ég átti að segja þannig að ég hætti við... En sumir voru ekki alveg sammála, og það endaði með því að Bjössi veislustjóri tilkynnti fyrir framan alla að ég ætlaði að halda ræðu!!! Ég sá þann kost vænstan að láta sem ekkert væri og hélt ræðu, ég man reyndar varla neitt sem ég sagði, en þessi ræða var víst ræða kvöldsins samkvæmt nokkrum gestum, reyndar var þetta víst eins og hálfgert standup og skemmti fólk sér víst ágætlega yfir þessu rugli í mér.
Annars er nú ekki mikið búið að vera í gangi hjá mér. Átti ammli á miðvikudaginn og hélt upp á það með því að hella í mig bjór yfir Rockstar með Stjána og Hauki. Verð að viðurkenna að ég er bara nokkuð stoltur yfir honum Magna, hef aldrei fílað hann með "Á móti sól", en hann er alveg að meika það feitt í "Rockstar".
Annars er bara ekkert sem ég vil tjá mig um nema ég er bara orðinn gamall kall, veriði sæl í bili !

10 Comments:
Hæææ mér fanst þú standa þig mjög vel í brúðkaupinu ég tók ekkert eftir því að þú hafir verið stressaður ég ar allt of upptekin við að horfa á evu kjóllinn hennar var geggjaður... En til hamingju með afmælið stóri strákur :) og varstu búin að afgreiða beltið sem réðst á blómið þitt ekki sátt sko :D
Takk takk ;) Ég hef ekkert þorað að afgreiða helvítis beltið ennþá.... Fæ víst ekki skoðun út á bílinn ef það er lurkum lamið...
Elska þig sonur og takk fyrir göngutúrinn upp að altarinu. Fyrsta skiptið ég hef ekki verið átta villt ;) Takk fyrir ræðuna líka he he ég held eina í brúðkaupinu þínu og Carmen Electra :D
Elska þig líka mútta, minntu mig á að gefa þér áttavita :p
Og b.t.w. þá er Carmen Electra búin að biðja mín, ég sagði nei!
Nú nú er þá ástarævintýri þitt og Jessicu Alba orið alvarlegt?
Þú ert snillingur til hamingju með afmæli yndi! Hey O.C. kvöld vertu í bandi =) can't wait eigum við að byrja á 1 seríu er þaggi?!? :)
Ehh, jú, þokkalega, verðum samt að byrja í næstu viku, er að vinna öll kvöldin þessa vikuna :(
Og já Eva, ég er líka löngu hættur með Jessicu Alba, gerði hana ólétta, sendi hana svo í fóstureyðingu og hætti svo með henni í framhaldinu. Núna er ég að deita Mischu Barton (Marissa í O.C.).
OK it's a deit O.C. here we come next week =) hehehe... nú skil ég þennan nýfundna áhuga á O.C. það er kærastan hmmm... ;)
Marissa er sko kellingin mín. Hún veit það ekki ennþá. En hún hlýtur að skilja það þegar hún fær pakkann frá mér......
Hey það er ekki í hverju brúðkaupi sem sá sem leiðir brúðina kemur henni UPPÁ altarið eins og þú þykist hafa gert =)
Skrifa ummæli
<< Home