Íbúðarkaup og hættulegur hnífaleikur
Loksins loksins búinn að kaupa mér litla íbúð!!! Flyt samt ekki inn í hana fyrr en eftir ár, en þangað til ætla aldraðir foreldar mínir að taka við mér aftur. Ég veit að mamma getur ekki beðið eftir að þvo af mér fötin... og ég líka ;) Þungum bagga létt af mér þar. Allavega, fann litla stúdíó íbúð í fossvoginum og ótrúlegt en satt, þá fór ég bara í eikkerja lánastofnun (hvað sem það nú er) og fékk bara fullt af pening, rétt sisona til að kaupa íbúðina. Ég vorkenni fíflinu sem þarf að borga þetta!!!
Á fimmtudagskvöldið fór ég til Evu og Bjössa í eurovisionmatarboð og gláp, þetta byrjaði allt í rólegheitum en það átti eftir að breytast eftir því sem að leið á kvöldið, Eva fékk sér smá rauðvín og bjór með matnum og yfir keppninni og í ljós kom að Sylvía Nótt hefði ekki komist áfram hefði ég átt að geta sagt sjálfum mér að forða mér út. En ég var ekki alveg svo klár, heldur þurfti ég að ögra Evu með því að gefa henni gult rör til að drekka bjórinn sinn með en ekki bleikt, það voru stór mistök, Bjössi hafði rétt áður kallað hana "miss pinky", en þegar þarna var komið við sögu hafði Eva innbyrt mikið magn áfengis og misheyrði það sem hann sagði og heyrðist hann segja "Miss Piggy". Allt er þegar þrennt er segir einhversstaðar, og núna var Sylvía búin að tapa, Bjössi búinn að kalla hana miss piggy og ég gefa henni gult rör. Þetta var meira en mín kæra Eva þoldi, það sprakk allt í loft upp og það sem byrjaði á saklausu kexkasti varð að hættulegum leik með hníf, ég bókstaflega sá myndbrot úr lífi mínu renna fram hjá. En þetta fór betur en á horfðist og allir sluppu án meiðsla.
En annars er nú ekkert nema gott að frétta þannig að BLESS!!!


