Götustrákurinn

sunnudagur, maí 21, 2006

Íbúðarkaup og hættulegur hnífaleikur

Loksins loksins búinn að kaupa mér litla íbúð!!! Flyt samt ekki inn í hana fyrr en eftir ár, en þangað til ætla aldraðir foreldar mínir að taka við mér aftur. Ég veit að mamma getur ekki beðið eftir að þvo af mér fötin... og ég líka ;) Þungum bagga létt af mér þar. Allavega, fann litla stúdíó íbúð í fossvoginum og ótrúlegt en satt, þá fór ég bara í eikkerja lánastofnun (hvað sem það nú er) og fékk bara fullt af pening, rétt sisona til að kaupa íbúðina. Ég vorkenni fíflinu sem þarf að borga þetta!!!

Á fimmtudagskvöldið fór ég til Evu og Bjössa í eurovisionmatarboð og gláp, þetta byrjaði allt í rólegheitum en það átti eftir að breytast eftir því sem að leið á kvöldið, Eva fékk sér smá rauðvín og bjór með matnum og yfir keppninni og í ljós kom að Sylvía Nótt hefði ekki komist áfram hefði ég átt að geta sagt sjálfum mér að forða mér út. En ég var ekki alveg svo klár, heldur þurfti ég að ögra Evu með því að gefa henni gult rör til að drekka bjórinn sinn með en ekki bleikt, það voru stór mistök, Bjössi hafði rétt áður kallað hana "miss pinky", en þegar þarna var komið við sögu hafði Eva innbyrt mikið magn áfengis og misheyrði það sem hann sagði og heyrðist hann segja "Miss Piggy". Allt er þegar þrennt er segir einhversstaðar, og núna var Sylvía búin að tapa, Bjössi búinn að kalla hana miss piggy og ég gefa henni gult rör. Þetta var meira en mín kæra Eva þoldi, það sprakk allt í loft upp og það sem byrjaði á saklausu kexkasti varð að hættulegum leik með hníf, ég bókstaflega sá myndbrot úr lífi mínu renna fram hjá. En þetta fór betur en á horfðist og allir sluppu án meiðsla.

En annars er nú ekkert nema gott að frétta þannig að BLESS!!!

föstudagur, maí 05, 2006

Halló hæ!!!


Betty Ford

Jæja, byrjaði "loksins" í skólanum aftur í gær og nú er það sálfræðin. Komst að því að kennarinn hefur kennt mér áður í FB þar sem ég féll með miklum tilþrifum á lokasekúndum spennandi lokaprófs, en það mun ekki gerast aftur, þökk sé læknavísindum og spilltum lyfjafyrirtækjum hehe...

Svo er maður búinn að þurfa að hugsa um aldraða foreldra sína (E&B) en heilsa þeirra og þá sérstaklega móður minnar eftir síðustu helgi hefur ekki verið upp á marga fiska. "Sue Ellen has finally found a match". Spurning hvort að marr eigi að kippa í nokkra spotta og tala við vini sína hjá Betty Ford ;p

Annars er marr bara búinn að vera að vinna og verð víst að vinna um helgina við að halda uppi skemmtiatriðum á Kleppi, sem er bara gott mál.


miðvikudagur, maí 03, 2006

Gíraffar


Var að pæla, manni var kennt það í skóla að engir tveir blettir á gíröffum væru eins, en hver athugaði alla gíraffana og hver borgaði fyrir það?

Ný bloggsíða

HATA FOLK.IS Fór inn á gömlu síðuna á áðan og síðan leit bara út eins og þegar ég skildi við hana fyrir hálfu ári síðan eða eikkað. Ekki sáttur. Þannig að ég fór grátandi inn á www.blogspot.com og opnaði þessa nýju síðu www.gunzenhauser.blogspot.com Kannski marr verði nú eikkað duglegri núna að blogga.