Ekki sama Jón og Séra Jón
Í dag þykir fátt eins dannað og fínt eins og að banna sígarettureykingar hvar sem til sígarettureykingamanna næst. Ég reyki ekki þannig að þetta er ekkert að angra mig neitt sérstaklega. Núna er STJÓRN LSH búin að ákveða að reykingar skjólstæðinga á mínum vinnustað verði bannaðar frá og með næstu áramótum. Reyndar var starfsfólki sem reykt hafði í áratugi bannað að reykja í vinnutíma frá og með seinustu áramótum.
Það er gott að stjórnendum stofnunarinnar þykir svona vænt um mig, vinnufélaga mína og skjólstæðinga sína.
En þetta bann hefði náttúrulega aldrei orðið nema vegna þess að hið háttsetta löggjafarvald sem situr á þingi hefur í mörg mörg ár haft horn í síðu reykingamanna og reynt að svæla þá með lögum úr öllum skúmaskotum sem hægt er að finna. Alveg magnað að eftir allar þessar pólitísku ofsóknir á hendur reykingafólki skuli svo ennþá finnast reykingaherbergi í Alþingishúsinu!
Hvað er eiginlega með þessi fífl á þingi, þeir berjast gegn því með öllum ráðum að almenningur fái að reykja í friði en geta svo vogað sér að vera með eitthvað "Posh" smók herbergi í opinberustu byggingu landsins. Nú er svo komið að andlega veikt fólk sem leggst inn á spítala í veikindum sínum má ekki reykja meðan á innlögn á spítalann stendur eftir áramót. En hins vegar mega okkar háttvirtu þingmenn svæla úr sér lungun á milli þess sem þeir finna fleiri staði til að banna reykingar á.
Það ætti að setja þessa þingmenn sem reykja í þessu reykherbergi sínu í gapastokka á austurvelli og láta reykingamenn púa sígarettureyk framan í þá þangað til þeir verða svo veikir að þeir þurfi að leggjast inn á spítala og finni það first-hand hvernig það er að mega ekki reykja hvar sem þeim sýnist!!!

2 Comments:
Heyr heyr þó ég sé mjög á MÓTI reykingum þá er ég meira á móti óréttlátum og spiltum ríkisbubbum.
Takk fyrir innlitið á sunnudaginn. Mar bara farin að sakna látanna í þér.
Já heyr heyr!! Ekki gaman fyrir okkur starfsfólkið í geðbransanum að þurfa að svara fyrir þetta þegar skjólstæðingar og aðstandendur verða pirraðir yfir þessu... Ég meina kommon þetta er allt of langt gengið.
Skrifa ummæli
<< Home