Allt þetta afmælislið!
Magnað hvað allt fólk þarf að eiga afmæli þessa daganna, enginn búinn að eiga afmæli undanfarið og ekkert búið að vera gerast... nema kleppsafmælið... nema toppmannsafmælið og nema eitthvað meira sem ég man ekki alveg, en núna á ég að finna tíma til að fara í 6 afmæli á fjórum kvöldum. Það er eins og ég hafi skynjað þessa afmælishrinu fyrr á árinu þegar ég skráði niður hvenær ég vildi fara í sumarfrí, en ég gleymdi að sama skapi að spara fyrir öllum þessum afmælisgjöfum þannig að þið sem eigið afmæli megið bara sætta ykkur við loft úr lungunum mínum... og smá svitalykt af mér ef þið eruð heppin :p
En allavega, Ofvirka sjúkraliða-konan átti afmæli í gær 06.06 þannig að til hamingju með það Elsku ofvirka sjúkraliðakona :D Og í dag 07.06 á Ingi Sævar góðvinur minn stórafmæli, hann er kominn á löggiltan þynnkualdur. Til hamingju með að vera loksins orðinn "þynnkufær".
Ég man nefnilega þegar ég var yngri en 25 ára þá var ég alltaf voða glaður og hreykinn af því að geta drukkið eins og svín en litið út eins og nýsleginn túskildingur daginn eftir og algerlega laus við þynnku, en fróðir menn sem voru orðnir eldri en 25 ára sögðu mér að daginn sem ég yrði 25 ára myndi ég hætta að geta drukkið og djammað án afleiðinga. Og það stóðst svo sannarlega, Þetta voru skelfileg tímamót, en að sama skapi held ég að þau hafi haft góð áhrif á lifrina mína þar sem ég gafst fljótlega upp á að djamma fleiri en eitt kvöld í viku.
En hvaða bjánaskapur er það hjá þeim sem fann upp á þynnkunni að láta hana byrja þegar maður kann loksins eitthvað smá í drykkju, loksins þegar maður er að skríða upp úr unglingadrykkjunni verður maður þunnur. Mér finnst þetta virkilega ósanngjarnt, held þetta hefði meira forvarnarlegt gildi ef þrettán ára krakkar gætu ekki mætt í skólann vikum saman eftir eitt fyllerí. Af hverju að vera leggja þetta á herðarnar á fullorðnu fólki sem þarf að hugsa um að borga reikninga og jafnvel að ala upp sí-öskrandi krakkaorma?
En hvað um það, þið sem eigið afmæli þessa daganna: Til hamingju með ammlið :)
En allavega, Ofvirka sjúkraliða-konan átti afmæli í gær 06.06 þannig að til hamingju með það Elsku ofvirka sjúkraliðakona :D Og í dag 07.06 á Ingi Sævar góðvinur minn stórafmæli, hann er kominn á löggiltan þynnkualdur. Til hamingju með að vera loksins orðinn "þynnkufær".
Ég man nefnilega þegar ég var yngri en 25 ára þá var ég alltaf voða glaður og hreykinn af því að geta drukkið eins og svín en litið út eins og nýsleginn túskildingur daginn eftir og algerlega laus við þynnku, en fróðir menn sem voru orðnir eldri en 25 ára sögðu mér að daginn sem ég yrði 25 ára myndi ég hætta að geta drukkið og djammað án afleiðinga. Og það stóðst svo sannarlega, Þetta voru skelfileg tímamót, en að sama skapi held ég að þau hafi haft góð áhrif á lifrina mína þar sem ég gafst fljótlega upp á að djamma fleiri en eitt kvöld í viku.
En hvaða bjánaskapur er það hjá þeim sem fann upp á þynnkunni að láta hana byrja þegar maður kann loksins eitthvað smá í drykkju, loksins þegar maður er að skríða upp úr unglingadrykkjunni verður maður þunnur. Mér finnst þetta virkilega ósanngjarnt, held þetta hefði meira forvarnarlegt gildi ef þrettán ára krakkar gætu ekki mætt í skólann vikum saman eftir eitt fyllerí. Af hverju að vera leggja þetta á herðarnar á fullorðnu fólki sem þarf að hugsa um að borga reikninga og jafnvel að ala upp sí-öskrandi krakkaorma?
En hvað um það, þið sem eigið afmæli þessa daganna: Til hamingju með ammlið :)

4 Comments:
Heyr heyr! Þetta er rosalegt ástand og þvílíkt sem lagt er á mann! -Láttu mig þekkja það, er nú fræg fyrir að vera pro í þynnku! Haha...
Þakka þér fyrir afmæliskveðjuna..
Og hafðu það gott í sumarfríinu...
takk fyrir afmæliskveðjuna, en ég vil lika fá aðra á afmælisdeginum mínum Á MÁNUDAGIN!!! 11JÚNI... oki flott;o) hehehe knús til þín.. psman ekkert hvernigþað er að vera þunn, nema það aðég man að mér fannst það ekki gaman hmmmmmm;o)
Dísa "feitabolla" þú færð auðvitað kveðju á afmælisdaginn þinn ;)
Skrifa ummæli
<< Home