Götustrákurinn

föstudagur, maí 18, 2007

Allir í vímu?!?!?

Jæja, þeir sem sáu fréttirnar í kvöld tóku eflaust eftir því að núna geta ungmennin (sem og allir hinir) halað niður vímuefnum á netinu. Semsagt einhver hátíðnihljóð og suð af ýmsum gerðum sem veldur einhverskonar vímutilfinningum, það er hægt að downloada kókaín vímu, hassvímu, áfengisvímu, e-töfluvímu og ýmsu meiru. Alveg magnað hvað fólki dettur í hug. En þetta á víst að virka eitthvað smá þannig að það er spurning hvort maður mæti nokkuð meira í vinnu á þessu ári, ég verð bara stoned heima í boði internetsins eða eikkað. Núna er bara að draga gardínurnar fyrir glugganna og njóta þess að vera löglega dópaður... eða hvað. Þetta er ekkert spennandi núna þegar þetta er ekki ólöglegt. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að vera vímaður þegar það er enginn til að banna mér það eða skamma mig.


Ég ætla bara að fara að horfa á Sjónvarpið og reyna að gleyma þessari vitleysu..... sjá kannski til í kvöld.... :p

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Var þessi frétt á rúv eða stöð 2? bara verð að komast í smá löglega vímu..........
með fyrir fram þökk, Einn vímulaus.
ps. ertu þá ekki orðinn díler ef þú segir mér það??????

2:43 f.h.  
Blogger Gunni said...

Hver ertu?
Þessi frétt var á stöð 2
ég væri hugsanlega mögulega díler ef ég seldi þér þessar upplýsingar :p

http://www.i-doser.com/ prófaðu þetta haha...

3:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hrró bródir saell..
Ég get varla bedid!!
Hvad er svo planid í sumar?

12:04 e.h.  
Blogger Gunni said...

Kónguló, planið er að það er ekkert plan.... nema sumarfrí 9 júní og hitta þig audda ;)

11:52 e.h.  
Blogger Eva said...

Hvernig var svo Bitter Moon?

3:43 e.h.  
Blogger Gunni said...

Hef ekki horft á hana ennþá, en ég var að lesa aftan á hana og þar stóð eitthvað um það væri eitthvað um erótík... ég get ekki beðið eftir því að horfa á hana!!!

6:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe! flott blogg :)
kveðja nýji cóworkerinn þinn... þessi æðislegi og frábæri mannstu sem allir horfa bara á líkamann á en ekki frábæra persónuleikann ahaa jee voff !

10:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home