Hvað segið þið þá?
"Í grein, sem tveir bandarískir læknar hafa skrifað í læknatímaritið Lancet, segir að reykingamenn sem leiti hættuminni leiða til að svala nikótínþörf sinni ættu að nota sænskt neftóbak, svonefnt snús, en mun minni hætta sé á að fá krabbamein af slíkri tóbaksnotkun en reykingum.
Í greininni, sem birtist í kvöld á vef tímaritsins, segir rannsóknir sýni, að 10 sinnum meiri líkur sé á að reykingamenn fái lungnakrabba en fólk sem notar snús. Þessar niðurstöður gætu leitt til þess að þjóðir endurskoði bann við notkun snús en þetta tóbak er t.d. bannað í öllum ríkjum Evrópusambandsins, nema Svíþjóð, og einnig hér á landi en eina neftóbakið, sem leyft er að nota, er það sem ÁTVR framleiðir. Notkun snús er hins vegar leyfð í Bandaríkjunum.
„Við ættum ekki að hika við að leyfa snús að keppa við sígarettur um markaðshlutdeild," segir í grein þeirra Jonathans Foulds og Lynn Kozlowski hjá læknaháskólanum í New Jersey. „Bann eða andstaða við snús í umhverfi þar sem sígarettureykingar eru úrbreiddar, er ekki skynsamleg heilbrigðisstefna.
Læknarnir fóru yfir niðurstöður tveggja rannsókna. Í annarri var fylgst með 280 þúsund Svíum á 20 ára tímabili og í hinni var reynt að leggja mat á áhrif þess ef snús yrði leyft í Ástralíu.
Snús er ekki hættulaust og að minnsta kosti 30 krabbameinsvaldandi efni finnast í því. Árið 2004 staðfesti Evrópudómstóllinn sölubann á snús á þeirri forsendu að neysla þess væri óumdeilanlega skaðleg. Hins vegar benda rannsóknirnar tvær til þess, að þetta tóbak sé ekki eins skaðlegt og áður var talið og alls ekki eins skaðlegt og reyktóbak."
Þetta hef ég alltaf sagt þegar fólk hefur verið að skammast í mér fyrir að nota snus... Ég var í rauninni bara að fullnægja nikótínþörf minni á tiltölulega öruggan hátt. Skemmtilegt hvernig þeir skrifa snus "snÚs"... En hvað um það. Heimurinn er greinilega að batna og áður en við vitum, verða allir sem eru eitthvað farnir að troða út varirnar á sér af snusi í staðinn fyrir kollagen og botox. Þjóðin mun standa á hafnarbakkanum veifandi íslenska og sænska fánanum í bland þegar flutningaskip troðfullt af sænsku, yndislegu, angandi og síðast en ekki síst löglegu munntóbaki siglir í örugga höfn. litlu börnin í leiksskólanum borða nú snus en ekki sand á meðan fóstrurnar brosa bara í kampinn í nikótínvímu. Þvílík gleði... Fólkið sem var áður svo fúlt vegna þess að það fær ekki nógu margar reykpásur brosir sínu blíðasta snus brosi.
Ég lifi í yndislegri draumaveröld. Vonandi verður þessi draumur að veruleika.

4 Comments:
Þú og þínar stundum ótrúlegu pælingar esskan mín ;) þú ert snillingur! Well Kvitterí kvitt
Hola ezkan mín..
Hvad á tetta ad tída drengur tetta er allt sama helvítis ruslid!!
peninga plokkkkkk!!
miss you baby..
see you in 3 weeks
Hugsaðu þér.....
Og sjúklingahópurinn okkar!!
Já, hugsaðu þér Elina, fyrst náum við völdum á öllum innan stofnunarinnar með þessu yndislega varakonfekti og svo tökum við yfir heiminn!!!
Skrifa ummæli
<< Home