Götustrákurinn

mánudagur, febrúar 12, 2007

Eftirlýstur!!!

Rak augun á grein á mbl.is á áðan. Þar var verið að lýsa eftir 16 ára stúlku sem hafði alveg óvart í einhverju táninga-angistarkasti stolið BMW foreldra sinna og var búin að vera týnd í 2 daga. Allt gott og blessað með það. En greyið stúlkukindin, lýsingin var ekki góð, sögð ÞÉTTVAXIN og myndin alveg hræðileg.


Fór að pæla, ef ég myndi týnast, hvernig yrði lýsingin á mér?
Ég held að hún yrði einhvernveginn svona:


"26 ára karlmaður (ungur í hjarta) týndist á djamminu síðastliðna helgi. Drengurinn sem heitir (þið vitið hvað ég heiti), er einstaklega fallegt eintak af aría kynstofni og getur látið hvaða fatnað sem er líta vel út. Hann er 177 fallegir cm. á hæð og "þéttvöðvaður" ( ég viðurkenni það aldrei að ég sé þéttvaxinn). Hárið er með því fallegasta sem um getur þó víða væri leitað og augun óvenju skörp og greindarleg. Nefið gefur til kynna einstakan kynþpkka og af munninum að dæma virðist þessi ungur maður vera víðlesinn og geta gefið af sér virkilega gáfulegar setningar."

Svo yrði sýnd mynd af mér þar sem ég lægi nakinn á lambagæru.

Allavega ef ég týnist á djamminu einhverntímann á næstunni þá þurfið þið að sjá til þess að það sé rétt lýst eftir mér. Þetta er bara nokkrir punktar og þið megið að sjálfsögðu koma með fleiri hrósyrði.

Takk fyrir

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég myndi þekkja þessa lýsingu hvar sem er.....;)Þú verður samt að redda okkur myndinni svo við eigum hana til þegar þú hverfur.....

10:53 f.h.  
Blogger Gunni said...

Myndin er í prentun, hún er 8 metrar x 12 metrar á stærð... eiginlega algert lágmark... :p

4:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha þú er alveg einstakt eintak af aría kynstofninum elsku Gunni minn =)

12:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Fráber lýsing hjá þér. Þú getur náttúrulega látið þig hverfa í nokkra daga.... dömurnar verða óðar þegar lýsingin birtist og ég tala nú ekki um myndina... haba haba.

5:03 e.h.  
Blogger Gunni said...

Lina: myndirnar eru í póstinum

Hildur: Auðvitað er ég einstakur, það sér hver mannsbarn að ég er stórbrotið kraftaverk og kyntröll.

Ásdís: Ég ætla ekki að gera þjóðfélaginu það að láta mig hverfa. Það myndi hægja of mikið á hagvextinum ef allar konur landsins væru úti með vasaljós að leita mín.

2:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hefði ekki getað orðað lýsingu á þér betur sjálf, vel gert gunni minn!!
En "úti með vasaljós að leita þín" er algjörlega lína ársins :)

11:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home