Hetjan í snjónum
Ég er alltaf að gera mér meiri og meiri grein fyrir því hvað ég er mikil hetja. Ég var á kvöldvakt í gær og svo þurfti ég að vakna klukkan hálfátta í morgun til að fara í vinnuna.
En það vildi ekki betur til en að mér alveg að óvörum var bara ALLT á kafi í snjó, og þar á meðal ástkær sjálfrennireiðin mín!
En ég hef nú aldrei látið smá skafrenning stöðva mig og eftir að vera búinn að sópa af bílnum með kúst lagði ég í hann.... þessa 2 metra sem ég komst, þá var ég alveg pikk, ekki bara alveg pikkfastur, heldur pikkfastur á miðri götunni.
Ég var byrjaður að örvænta þegar ég sá mann birtast út úr myrkrinu. Ég hélt allt eins að þerna væri dauðinn kominn að sækja mig og ég ákvað bara að vera samvinnufús og skrúfaði niður rúðuna. Þá sagði dauðinn; "Þú þurfa nýtt gúmmí undir bíl".
Þá var þetta ekki dauðinn eftir allt saman, heldur bara hjálpsamur pólverji, og hann hjálpaði mér að ýta bílnum í stæði.
Og svo er maður að heyra fólk tala illa um pólverja, aldrei hef ég tekið undir það og mun aldrei gera það, ef þessi pólverji hefði ekki komið mér til bjargar hefði ég eflaust getað opnað "Club Heaven" með pompi og prakt. En ég slapp og endaði með því að taka taxa í boði vinnunnar!
Annars vil ég bara benda ykkur á að öllum er velkomið að koma með skóflur í keilufellið og moka bílinn minn út úr skaflinum sem hann er í. Þið megið meira að segja gera það frítt.
Takk fyrir

8 Comments:
Hola!! Svo þú ert loksins búin að hita verndarengillinn sem ég réð til að passa þig þegar ég fór ;)
hehe ég sendi Evu í minn stað að moka ég er alveg vissum að hún verði ánægð með það hehehe
Adios
Vá hvað ég er heppin að þú lifir enn Gunni "hetja" .......
Vá hvað ég er heppin að þú lifir enn Gunni "hetja" .......
Það er eitthvað creepy þegar einhver "anonymous" segir að hann/hún sé heppin að ég sé á lífi :p
Já þetta er pínu creepy :P booo...
hehe en já öllum líka boðið að moka minn út hann er ennþá fastur :) glatað mál !!!
Kvití kvitt :D
he....hú...hí...ho...hó......
:o)
buuuu gunni
Moka hvað ? Gunni hvernig gekk annars baksturinn?
Baksturinn er officially hafinn mín kæra, hér á bæ er búið að saxa niður hátt í tonni af súkkulaði.
Skrifa ummæli
<< Home