Jól og almennar barsmíðar!
Já, það er nú ekki mikið að gerast þessa daganna skal ég ykkur segja, meira að segja er svo lítið að gerast að ég er bara dottinn í djúpa holu jólapælinga. Ég er búinn að ákveða að horfa á eins margar jólamyndir og ég get fyrir jólin og drekka ótæpilega mikið af heitu súkkulaði og og éta piparkökur eins og ég fái borgað fyrir það. Reyndar ætlum við í vinnunni að horfa á Home Alone rétt fyrir jól og hafa það gott saman.
Alveg frábært í fréttunum, eikker öryggisvörður stunginn á Select í nótt og starfsmaður laminn í augað. Þetta hefði sko ekki gerst ef ég væri að vinna þarna á næturvöktunum eins og ég gerði fyrir 7 árum síðan. Þá var sko ekki hægt að komast upp með neitt múður á Select skal ég ykkur segja. En það geta ekki allir verið eins frábærir og ég, þá væri lífið allt of tilbreytingalaust.
Er bara í vinnunni núna og er að hugsa um að fara að halda áfram að vinna. Bara eitt að lokum, látið starfsfólkið á Select vera, það er á nógu lélegum launum þó það þurfi ekki að eyða þeim í ferð á slysó!!!

2 Comments:
Jóla hvað jæjæ Gunni minn þarna fórstu með það!!!
það eru 94 dagar til jóla =) =) =) hóhóhó merry Christmas ;)
Skrifa ummæli
<< Home