Götustrákurinn

fimmtudagur, september 07, 2006

Öldin okkar, flugslys og ekki neitt

Jæja, er búinn að vera að glugga í öldina okkar undanfarið, ýmislegt merkilegt búið að gerast á þessari litlu eyju seinustu 100 árin eða svo. Rak samt augun í eina greinina sem er úr einhverju fínu blaði gefnu út það herrans ár 1937, og fyrirsögnin er ekkert smá fín eða "Friðarræða Hitlers" og svo er auglýst að búið sé að gefa út friðarræðu Hitlers á hhljómplötu og talað um hvað hann sé nú mikill og merkilegur maður. Hvernig ætli gæjanum sem skrifaði þessa grein hafi liðið 2 árum seinna hehe...
Á morgun ætlar listakona deildar 12 hún Elín að fljúga til Hafnar, En Elín er náttúrulega doldið flughrædd þannig að ég er búinn að lofa henni að redda Bubba til að syngja í jarðarförinni hennar ef eitthvað fer úrskeiðis... Ef einhver hefur Bubba í rassvasanum látið mig vita! En ég benti nú Elínú á henni til huggunar að flugslys eru mjög fátíð og ef eitthvað gerðist á annað borð deyja flestir við höggið þegar flugvélin hrapar, annars deyr fólk venjulega úr reykeitrun eða brennur lifandi. En við hugsum bara jákvætt. Og ef allt fer á versta veg á hún frátekið pláss inni á CLub Heaven.
Annars bið ég ykkur bara vel að lifa, veriði sæl

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert soddan spekingur elskan mín! ;) hey hmm.. O.C um helgina eða hvað held að það sé málið ! :P
& minns á frátekið pláss í Club Heaven er þaggi á hreinu eða... ;) hehe... keep up the good work beibí

3:07 e.h.  
Blogger Gunni said...

Auðvitað áttu frátekið pláss á Club Heaven, þarft ekki að spyrja ;) Ég verð víst að vinna meira og minna alla næstu daga, ekki mikil O.C. paradís fyrir mig

3:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gunni..... dísus eins gott ég lifði þetta af og brann hvorki né kramdist til bana....... ég hefði drepið þig ef ég hefði lesið þetta dauð
k&k ella

6:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home