Dýravinir.....
Var að horfa á Tv í gær og sá þá að það er byrjað að sýna nýja þætti í sjónvarpinu. Þeir heita því skemmtilega nafni "Dýravinir". Hljómar eins og einhverskonar dýraklám, en er það ekki. Þetta var ógeðslega leiðinlegur þáttur vægast sagt og ég er núna kominn með nýja kenningu um dauða Steve Irwin, hann hefur séð Pilot-þáttinn af dýravinum og ákeðið að fremja sjálfsmorð og stungið sig sjálfur á stingskötunni. Þetta gæti samt verið rangt hjá mér, en þetta hljómar trúverðugt rétt á meðan maður horfir á þennan þátt...
_______________________________________________________
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Svo á laugardaginn var ég að reyna að horfa á sjónvarpið og þá var þessi líka "fína" mynd sem hét "Last race". "Last Race" er svona hálfgerð B-myndar útgáfa af "Fast and the furius" sem var hálfgerð B-mynd ef út í það er farið. Þvílíka ömurlega myndin. Morguninn eftir þegar ég átti að vakna í vinnunna langaði mig bara einfaldlega ekki til að vakna, ég er ekki frá því að sjónvarpið sé farið að skemma mig andlega, ekki vegna ofbeldisins epa kynlífsins, nei, það er vegna þess hversu lélegt sjónvarpsefni er orðið. COME ON, hvar er Matlock?

4 Comments:
á nú að fara kenna tvinu um hvernig þú ert!!! come on Gunni
Auðvitað er þetta allt saman Tvinu að kenna, ekki ætlaru að fara að halda því fram að ég hafi fæðst svona!
Auðvitað er þetta allt saman Tvinu að kenna, ekki ætlaru að fara að halda því fram að ég hafi fæðst svona!
Nei svo sannarlega ekki það er búið að taka þig mikla vinnu að verða eins og þú ert það er pottþétt!! þú værir mili ef þú hafðir verið á launum við það!!!
Skrifa ummæli
<< Home