Götustrákurinn

sunnudagur, desember 31, 2006

2006 er að deyja

Jæja, sæl veriði, núna er seinasti dagur ársins og ekki úr vegi að líta yfir árið sem hverfur nú á braut gamalla ára eins og laufblað í tímavél vindsins.....
Nei, eruði eikkað klikkuð, sénsinn að ég myndi fara að skrifa svona kjaftæði. Núna er enn eitt helvítis árið liðið, og bara fínt helvítis ár ef eikkað er. Keypti mér íbúð i vor og allt voðalega frábært. Draumaparið gifti sig og ég fékk að leiða brúðina upp að altarinu, og svona hefur þetta ár verið, alger draumur í dós.
Nema þá helst kannski að Saddam góðvinur minn Hússeinsson dó í fyrrinótt. Hann var eikkað að æfa sig með áramótabindishnúta og hengdi sig svo óvart í kjölfarið, Myrkar raddir vilja reyndar meina að sést hafi til Georgs Runnasonar Sértrúarleiðtoga sem og þjóðarleiðtoga á svæðinu....
Gamlárskvöldi ætla ég að eyða á Kleppi í góðum félagsskap sjúklinga og starfsfólks. Ef þið eruð ekki viss um hvorum hópnum ég tilheyri með þið fara í rassgat.... :p
En hvað um það ég ætla bara að óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir allt það liðna :D
Ps. vonandi hitti ég sem flesta illa blekaða í kvöld ;)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég var sko bara edrú og stilt;o) hevy gaman að getað vaknað bara i roleigheitonum með barnið mitt og dundað okkur bara einhvað... og kíkt á fammiliuna og svona;o) gleðilegt ár elskan takk fyrir það liðna... kvDísa

4:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Illa blekuð:) Gleðilegt ár og takk fyrir gamla gömlu:*

10:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home