Götustrákurinn

föstudagur, desember 22, 2006

Byrgið

Nú er allt að verða vitlaust í þjóðfélaginu vegna Guðmundar í Byrginu.
Kallinn bara búinn að vera negla gellur hægri vinstri og gefa þeim gjafir á kostnað skattborgara. Ótrúlegt hvað hann hefur komist upp með þetta lengi samt.
Ég var eitthvað að hugsa um þetta í dag og þá laust þessari spurningu í kollinn á mér! AF HVERJU VAR ÉG EKKI BÚINN AÐ FATTA ÞETTA!!!
Ég hefði getað verið búinn að stofna svona meðferðarstofnun fyrir löngu síðan sem væri hugsuð sem meðferðarstofnun fyrir ungar örvilnaðar konur og síðast en ekki síst FALLEGAR konur á aldrinum 19 - 30 ára.
Svo fengi ég 200 millur í styrk frá ríkinu og gæti lifað eins og kóngur í einhverju mansjóni sem ríkið hefði líka keypt undir mig.
Ég myndi náttúrulega bjóða öllum vinum mínum starf á "meðferðarheimilinu".
Og Þá er nú eins gott að fá eins og eitt stk landlækni til að kíkja reglulega við og ath. með kynsjúkdómastatusinn.
En nú er Guðmundur í byrginu alveg búinn að skemma fyrir öllum svona sniðugum hugmyndum þannig að þetta á aldrei eftir að ná lengra í bili allavega.
En hvað um það. Ef ég skyldi halda áfram að vera svona latur við bloggið fyrir jólin, vil ég bara bjóða öllum Gleðilegra jóla :)

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú verður að blogga oftar....................

12:07 f.h.  
Blogger Gunni said...

Og hver er anonymous???

1:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

furðulegt svona anonymous very strange ! En Gleðileg Jól min kære venner!
Have a nice one :) :*

12:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

veistu hvað jólagjöfin fyrir konuna er i ár??? dekurdag i byrginu;o) hahahaha

3:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér verður flökurt þegar ég hugsa um þennan ljóta kall í byrginu, biðst afsökunar ef hann er frændi þinn ;)

12:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ÖMURLEG HUGMYND GUNNI !!!!!
Við hvað á ég að vinna hjá þér ?
Þrífa?
Þú ert ömulegur. Ef þú hugsar ekkert um okkur konurnar í lífi þínu og hefur þessa "meðferðarstofnun" fyrir bæði kynin er bara ekkert sniðugt við þessa hugmynd þína.
Eða hverjir eru vinir þínir ?
ella

1:19 e.h.  
Blogger Gunni said...

Ella mín, þú myndir auðvitað bara fá að leggjast inn...

4:31 e.h.  
Blogger Gunz said...

Ég er ennþá þeirrar skoðunar að þetta var subbu "blaðamenska" hjá stöð2 (Kompás). Það réttlætir ekki að maðurinn sé tekinn svona, þótt og ef hann stundar kynlíf með fullorðnu fólki. Veit ekkert um það, en hins vegar eigum við ekki að dæla peningum almennings í stofnanir það sem fara illa með almannafé. Í annnan stað tel ég að allskonar kínki hlutir séu að gerast í þessum litlu "kultsamfélögum". Það mætti alveg rannsaka það betur, því maður hefur heyrt að það séu ennþá til lítil samfélög sem heilþvær fólk, meira að segja á Íslandi. Fólk kannst við svona erlendis frá, eins og td Wacofólkið í Texas

10:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home