Götustrákurinn

laugardagur, janúar 13, 2007

Not much happening!

Halló hæ!
Gleðilegt ár þið fáeinu hræður sem villist inn á síðuna mína ;)
Það er ekki mikið búið að gerast hjá mér það sem af er ári, en það verður bætt úr því á morgun með smá vinnudjammi.
Ég eyddi áramótunum heima hjá Jóni Þóri og Gyðu í aldeilis góðum félagsskap og ég verð að segja að það er orðið ansi langt síðan marr hefur orðið eins valtur á fótunum, en ég skemmti mér vel og það var aðal málið. Eyddi nokkrum dögum í vikunni veikur heima, verð kannski að drekka aðeins meira áfengi til hjálpa líkamanum að drepa sýkla, held það allavega, og stefni á að drepa alveg tvo þrjá sýkla á morgun.
Annars er það helst í fréttum að ég bíð spenntur eftir því að byrgis-málið svokallaða hverfi úr fjölmiðlum þannig að ég geti (svo lítið beri á) opnað mína eigin meðferðarstofnun, þar sem eins og áður segir verður boðið upp á meðferð fyrir örvinglaðar stúlkur, og bráðum mun ég hringja í alla karlkyns vini mína til að bjóða þeim starf. Vinkonur mína þurfa engar áhyggjur að hafa af því að ég sé búinn að gleyma þeim, því þær geta komið í meðferð til mín.....
En hvað um það, ekkert merkilegt að frétta þannig að hafið það bara gott, bæbæ!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home