Betra seint en aldrei
Alveg magnað hvað ég er latur við að blogga. Samt svosem ekki mikið að segja frá, undanfarið búinn að njóta lífsins á Kleppi... Þess á milli hef ég gefið mér tíma til að aðstoða Evu og Bjössa við að rífa niður veggi og sparsla, pússa og mála, og þau kunna sko á strákinn, þau gefa mér bara bjór og láta mig hafa viðeigandi verkfæri og sleppa mér bara lausum, og þó ég hafi lamið gat í vegg þar sem ekki átti að vera gat var það ekkert sem var ekki hægt að sparsla upp í!!! Og núna þegar það er allt tilbúið ligg ég bara í lausu lofti og veit ekkert hvað á að gera af mér... Nema auðvitað mæta í vinnunna.
Og þegar maður er á lausu og flestar stúlkurnar sem ég vinn með eru líka á lausu, er lítið gert annað en að daðra, daðra daginn inn og út, inn og út, inn og út... Nei segi svona, ég er alveg rosalega alvarlegur í vinnunni, mér stekkur ekki bros á vör og set gáfulega svipinn upp við sem flest tækifæri. Það er alveg satt og eins og ofvirka sjúkraliðakonan segir að allt sem hún segir er satt og rétt þá er allt sem ég segi líka alltaf satt og rétt... eða allavega haganlega breytt í mína þágu á sem trúverðugastan hátt í hvert og eitt skipti.
Svo var ég að lesa á MBL.IS að löggan ætli næstu þrjá daga að vera með lögreglubíla með blikkandi ljós á einhverjum þremur gatnamótum í borginni til þess að... til þess að... ég veit ekki til hvers!?! Til hvers í ósköpunum eru þeir að gera þetta? Hafandi bílanna í gangi til þess eins að flagga einhverjum bláum ljósum, voðalegir töffarar eru þetta. Þeir ættu að finna eitthvað betra við tímann að gera, eins og til dæmis að drepa á lögreglubílunum og fara að gróðursetja tré til að koma til móts við alla mengunina sem þeir sleppa með því að hafa bílana kyrrstæða í gangi á meðan þeir sitja fyrir grunlausum bílstjórum til þess eins að sekta og gefa punkta.
Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af mengun. Ef allt sem vísindamenn segja um að allt sé að fara til fjandans held ég að það sé ekki hægt að gera mikið nema læra að lifa með því... og kannski heimsækja Amsterdam áður en þar verður ekkert nema saltur sjór.
Bleh... Hef ekkert meira að segja, þannig að bless bless!
Og þegar maður er á lausu og flestar stúlkurnar sem ég vinn með eru líka á lausu, er lítið gert annað en að daðra, daðra daginn inn og út, inn og út, inn og út... Nei segi svona, ég er alveg rosalega alvarlegur í vinnunni, mér stekkur ekki bros á vör og set gáfulega svipinn upp við sem flest tækifæri. Það er alveg satt og eins og ofvirka sjúkraliðakonan segir að allt sem hún segir er satt og rétt þá er allt sem ég segi líka alltaf satt og rétt... eða allavega haganlega breytt í mína þágu á sem trúverðugastan hátt í hvert og eitt skipti.
Svo var ég að lesa á MBL.IS að löggan ætli næstu þrjá daga að vera með lögreglubíla með blikkandi ljós á einhverjum þremur gatnamótum í borginni til þess að... til þess að... ég veit ekki til hvers!?! Til hvers í ósköpunum eru þeir að gera þetta? Hafandi bílanna í gangi til þess eins að flagga einhverjum bláum ljósum, voðalegir töffarar eru þetta. Þeir ættu að finna eitthvað betra við tímann að gera, eins og til dæmis að drepa á lögreglubílunum og fara að gróðursetja tré til að koma til móts við alla mengunina sem þeir sleppa með því að hafa bílana kyrrstæða í gangi á meðan þeir sitja fyrir grunlausum bílstjórum til þess eins að sekta og gefa punkta.
Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af mengun. Ef allt sem vísindamenn segja um að allt sé að fara til fjandans held ég að það sé ekki hægt að gera mikið nema læra að lifa með því... og kannski heimsækja Amsterdam áður en þar verður ekkert nema saltur sjór.
Bleh... Hef ekkert meira að segja, þannig að bless bless!

8 Comments:
Gunni minn, þetta er pottþétt starfsfólk sem er að daðra við þig er það ekki? Haha bara vera viss! ;)
Em hvað er málið með þetta hjá löggunni? Á þetta að vera plat svo maður bruni framhjá á milljón og svo koma þeir og sekta mann? Fkn hálfvitar!
En já, ég kem með til Amsterdam!
Haha... sniðug Anna mín :p Við skellum okku bara til Amsterdam A.S.A.P.
Ef minnið svíkur mig ekki átti ákveðin heimildarmynd undir nafninu "Halló hæ" að vera tekin upp í
Amsterdam.. er búið að skipta um fólk í aðalhlutverkum eða hvað??
En já, ég vona að þú sért ekki sár út í mig Gunni minn fyrir beilið um helgina, sorry my dear...
Ég verð aldrei reiður eða sár út í þig Hildur mín. En mikið vona ég að þú mætir galvösk í heimsókn eftir 2 vikur í vinnunna ;)
Er ÉG ofvirk?
Elina, ætlaru að reyna að halda því fram að þú sért ekki allavega "slightly" ofvirk?
OK... Kannski pínulítið
takk fyrir gærkvöldið, það var voða kósí :)
Skrifa ummæli
<< Home