Götustrákurinn

laugardagur, febrúar 24, 2007

Veislan...

Það verður ekki skafið af stúlkunum sem vinna með mér, þær sinna starfi sínu vel. ég mætti á áðan í vinnunna og þar biðu mín ótal gerðir af alls konar kökum. Stelpunum hafði greinilega runnið blóðið til skyldunnar og vildu greinilega gera allt til að gera dvöl mína hér í vinnunni sem ánægjulegasta. Takk Erna og Elín fyrir veisluna sem var fyrir mig þó að "óþægilegar" raddir vilji meina að þetta hafi verið allt verið fyrir sjúklingana gert. Kannski bara ágætt að fólk haldi það þar sem að Kompás yrði nú snöggur að gera sér fréttamat úr því að starfsfólk á kleppi gerði ekki annað en að baka fyrir mig í vinnutímanum.
Annars er nú ekki mikið að gerast þessa helgina hjá mér. Er orðinn eikkað óggu ponsu veikur en læt það ekki stöðva mig í að koma í vinnunna... í bili allavega. En ef ég verð veikur og kemst ekki í vinnunna verður neyðarástand á kleppi vegna þess að þá þarf að senda starfsfólk af deildinni heim til mín til að sinna mér og jafnvel baka fyrir mig. Þannig að við skulum vona að ég verði ekki veikur. allavega, þá er ekkert nýtt að frétta og ég er ennþá jafn frábær þannig að bara bless!

1 Comments:

Blogger Gunni said...

Já, hvernig væri það. Það er ekkert annað en sjálfsagt að þið dömurnar í vinnunni hugsið vel um strákana ykkar :p

11:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home