Götustrákurinn

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Gærkvöldið...

Fór á þvílíkt skemmtilegt djamm í gærkvöldi og eru afleiðingarnar alveg skelfilegar.... Þynnka og tilheyrandi. Kíkti í grímubúningapartí í gær, sem var ekki aldeilis amalegt, umkringdur af fögrum fljóðum í efnislitlum búningum og playboy kanínu í kjöltunni. Svona ættu sko allir dagar að vera.
Svo fór ég niður í bæ á sólon og vá hvað það er langt síðan ég hef farið á djammið þangað, þetta var alger snilld, þetta var eins og að fara í tímavél. Dæja, Dagó, Dagný og Andrea, Takk fyrir geggjað djamm. Svo þegar ég var alveg að klárast ákvað ég að fara að kíkja og þá rakst ég á Inga sævar með kærustunni sinni. Og af því að þeim finnst ég svo frábær varð ég bara að kíkja með þeim á Glauminn. En semsagt niðurstöðurnar af kvöldinu í gær voru þær að ÉG er bara pottþétt frábær, það hlýtur að vera satt og rétta þegar fullt af fallegum fljóðum í efnislitlum búningum fullyrða það.
Þá vitið þið það, bæbæ

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Í hverju varstu?? heheh hljómar skemmtilega, en hver var búningurinn þinn.. :) Ekki varst þú playboy kanína! Híhí.. Ég fór líka á djammið á lau. Við gleymdum að hringjast.. :(

10:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var bara ég sjálfur ;) já við föttuðum ekki að hringjast á!

1:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Blessaður
Ég sé að þú sért farin að gleima að taka töflunar ..aftur Gunni minn... þótt það sé í þínum haus þá er það ekki alltaf satt... mundu það við höfum talað um þetta..
En elska þig samt stóri bróðir
og hvernig hefur kóngulóin það?
bless eskan

12:37 f.h.  
Blogger Gunni said...

Áslaug, ég tek aldrei aftur pillurnar mínar. Þegar ég tek þær ekki inn sé ég fullt af stelpum í klæðalitlum búningum og playboykanínan vill sitja í kjöltunnni minni. Aldrei lyf aftur sko....

12:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég skil það vel!!
ég kann líka betur við nakin heim!!

10:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home