Götustrákurinn

sunnudagur, maí 13, 2007

Allt óbreytt og dirty hestamenn...

Jæja, íslendingar eru búnir að kjósa sömu ríkisstjórnina til valda. Mér er alveg sama hvaða flokkur það er, mér finnst bara ekki eðlilegt að sami/sömu flokkar stjórni landinu of lengi, þeir sem stjórna landinu of lengi fyllast nefnilega oft hroka og finnst bara sjálfsagt að þeir fái að ráða öllu og finnst í rauninni að gamla fólkið og öryrkjarnir megi bara eiga sig og þakka fyrir ölmusuna. Verð samt að viðurkenna að ég ber miklu meira traust til forsætisráðherrans sem er nú við völd en til Davíðs Oddssonar, ég myndi ekki treysta þeim manni fyrir barninu mínu (ef ég ætti barn).


Fór á smá fyllerí í gær og í rauninni ekkert nema gott um það að segja, nema það að hestamenn eru búnir að vera með eitthvað mót í víðidalnum og það heyrist allt sem sagt er í hátalarkerfinu inn í herbergi til mín (ef glugginn er opinnn). Og í morgun vaknaði ég við eikkað hestatal og svo heyri ég konuna sem er að blaðara í hátalaranum segja "Þeir þurfa að ríða bráðabana". Þetta er sjúkt, ÞEIR, semsagt fleiri en einn, eiga að ríða einhverjum sem er kallaður bráðabani, hver er bráðabani? Er það slátrarinn eða... eða... eða.... Ég veit það ekki, ég ætla bara að reyna að gleyma þessu og halda mig fjarri þessum perrum sem ganga um í þröngum buxum og dömulegum stígvélum.


Annars hef ég ekkert mikið að segja þannig að bæbæ

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég er sammála þér með krulluhaus. Ég treysti Geira kallinum mun betur =) En ekki sátt við úrslitin samt. Sjáum hvað setur...
Gunni minn skelltu þér í Víðidalinn, þú hefðir gott af því.

4:21 e.h.  
Blogger Gunni said...

Anna mín, ef þú kemur í þröngum reiðbuxum skal ég fara með þér í Víðidalinn hehe...

4:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahah ég mana þig Anna!! Þá skal ég líka koma :)

Aumingja bráðabani. Úff hjólbeinóttir dagar framundan.. hehe.

Skál í boðinu Gunni minn. Long time no see ;)

10:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha ég skal mæta í öllum gallanum ef þið kaupið hann. By the way þá er mamma kannski að fara að kaupa sér graðhest! LOL

11:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Smjaður....
Er það ekki bara af því þú þekkir dóttur hans?

9:53 e.h.  
Blogger Gunni said...

Það gæti vel verið Elín, kannski ekki. Annars reyni ég að smjaðra fyrir sem fæstum nema þá helst þér.

9:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home