Götustrákurinn

föstudagur, ágúst 17, 2007

Ostaskerar...

Inn á www.mbl.is í dag var talað um kanadískan landsliðsmarkmann sem lenti í heldur óvenjulegu óhappi. Hann semsagt lenti í því að sneiða ofan af þumalputtanum sínum með ostaskera! Þegar ég las fréttina hugsaði ég fyrst með mér hvörslags fífl þetta hlyti að vera... En svo varð mér litið á þumalputtann á vinstri hendinni minni. Þar ber ég semsagt ör eftir samskonar slys! Ég er semsagt líka svona mikið fífl.

Þetta er án efa það klaufalegasta og asnalegasta slys sem ég hef lent í, ég held ég hafi verið í tíunda bekk þegar þetta gerðist, var nývaknaður og að búa til ostasamlokur sem ég ætlaði að setja í samlokugrillið. Og þegar maður er nývaknaður er maður ekkert mikið að hugsa, svo vil ég meina að osturinn hafi ekki verið upp á sitt besta, ostaskerinn átti eitthvað voðalega erfitt með að skera ostinn. En ég var semsagt að skera ostinn með ostaskeranum nema bara það að ostaskerinn stóð eiginlega bara fastur í þannig að ég rykkti í hann og það virkaði svo vel að ég gat skorið ostinn en um leið tókst mér að skera stykki af þumlinum! Mjög svo klaufalegt, og ekkert smá neyðarlegt að þurfa að fara til læknis til að láta sauma puttann saman.

Vonandi lærið þið eitthvað af þessari sögu þannig að þið þurfið ekki að lenda í þessu... ég hef nefnilega kynnst þremur manneskum sem hafa lent í þessu sama síðan þetta kom fyrir mig.

Kv. Gunni forvarnarfulltrúi :p

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég hef oft sneiðað skinn með ostaskerara finnst það bara töff ætla mér sko ekkert að læra af þessu og hana nú!
kv konan sem fór í berjamó í gær

2:23 e.h.  
Blogger Eva said...

Three legal happypills a little redvine and the scrubs are talking. Whoo hooo well ned to go and Create something beaytiful so the people in The deviant will like me. And yo owve me a hat party anda very big spoon, babananananahehebenanatrauma

3:33 e.h.  
Blogger Eva said...

and I open for bloggnes grand opening

blár leður p0nnukökur are taking ovrere my small pinky and I have it nowe it for certain that acid grean lemurs and violet humppers are taking over the ummm aaaa I forget.

Ok happy glucciflosssex swing day

3:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

GamliGráni.. Segðu mér nöfnin á hinum fíflunum.
Berjakonan er þá fjórði einstaklingurinn eða hvað?

11:38 e.h.  
Blogger Gunni said...

Viltu fá nöfnin á einhverju fólki sem ég þekkti fyrir 11 árum síðan... hmm Sússa hét ein, svo man ég ekkert hvað hitt fólkið hét. Hefur þú lent í þessu Elín mín?

1:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

GamliGráni ég mundi aldrei gera svona heimskulega hluti eins og að skera í mitt dýrlega hold...
Ég þekki bara tvö fífl.. þig og Berjakonuna....

10:50 e.h.  
Blogger Gunni said...

Elina þú ert ekki nógu mikið fífl til að skera þig með ostaskera.. En þú ert nógu vitlaus til að þora að kalla mig Gamla Grána :p

8:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæli með osti í sneiðum... fást í öllum betri matvöruverslunum. Þá verða slys sem þessi úr sögunni.... ef þú hefðir nú aðeins geymt pakkninguna utan af ostaskaranum... ef ekki stendur þar sérstaklega að passa skuli putta þá hefðir þú hugsanlega getað höfðað mál gegn framleiðanda.... þá værir þú jafnvel ríkur maður í dag.... er of seint að leita að pakkningunni :)

9:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home