Gamall Kall
Þá er ég "loksins" orðinn gamall kall!
Ungur í hjarta, en samt sem áður gamall kall!
Átti 27 ára afmæli í gær, TUTTUGU OG SJÖ ÁRA gamall kall!!!
Ég verð að viðurkenna að mér líst ekkert á blikuna.
Bringuhárin fara ábyggilega að grána og bráðum verð ég kallaður
Gamli Grái eða eitthvað þaðan af skemmtilegra.
Gerði nú reyndar ekkert mikið í tilefni dagsins nema að horfa í spegil og kveðja unglinginn hann sjálfan mig. Spurning um að fara að spara til mögru áranna, þegar ég verð svo settur inn á elliheimili á ég einhvern pening eftir til að múta starfsfólki stofnunarinnar sem ég verð settur á til að hugsa betur um mig en hina...
Því ég er, jú, svo rosalega sérstakur, svona líka frábær og æðislegur,
og ekki einu sinni ellikelling getur skemmt það fyrir mér, eða kannski getur hún það! Held að það væri samt bara verst fyrir alla hina sem hingað til hafa fengið að njóta góðs af skemmtilegheitunum í mér..... Eða kannski hætti ég að vera hress og verð bara elliær og skemmti engum nema sjálfum mér... Nema auðvitað að ég hafi bara alltaf verið að skemmta BARA sjálfum mér.
Ég efast samt um það, mér finnst ég sjaldan hafa verið jafn skemmtilegur og núna og ég er náttúrulega með svo rosalega gott innsæi og svo hef ég líka alltaf rétt fyrir mér.
Ég vona bara að ég endi ekki sem gamall kall á egótrippi.............
Ungur í hjarta, en samt sem áður gamall kall!
Átti 27 ára afmæli í gær, TUTTUGU OG SJÖ ÁRA gamall kall!!!
Ég verð að viðurkenna að mér líst ekkert á blikuna.
Bringuhárin fara ábyggilega að grána og bráðum verð ég kallaður
Gamli Grái eða eitthvað þaðan af skemmtilegra.
Gerði nú reyndar ekkert mikið í tilefni dagsins nema að horfa í spegil og kveðja unglinginn hann sjálfan mig. Spurning um að fara að spara til mögru áranna, þegar ég verð svo settur inn á elliheimili á ég einhvern pening eftir til að múta starfsfólki stofnunarinnar sem ég verð settur á til að hugsa betur um mig en hina...
Því ég er, jú, svo rosalega sérstakur, svona líka frábær og æðislegur,
og ekki einu sinni ellikelling getur skemmt það fyrir mér, eða kannski getur hún það! Held að það væri samt bara verst fyrir alla hina sem hingað til hafa fengið að njóta góðs af skemmtilegheitunum í mér..... Eða kannski hætti ég að vera hress og verð bara elliær og skemmti engum nema sjálfum mér... Nema auðvitað að ég hafi bara alltaf verið að skemmta BARA sjálfum mér.
Ég efast samt um það, mér finnst ég sjaldan hafa verið jafn skemmtilegur og núna og ég er náttúrulega með svo rosalega gott innsæi og svo hef ég líka alltaf rétt fyrir mér.
Ég vona bara að ég endi ekki sem gamall kall á egótrippi.............

4 Comments:
það er bara sexý að vera með grá bringuhár...;oP
... annars ertu nú í svolitlum unglingafíling þessa dagana... he he
Til lukku með daginn Gamli Grái múhahahhahahahah kv þórey já og hver er þessi nafnlausi ??? haaaaaaaaaa fíla ekki svona nafnlaust fólk humm haaaaaaaaaaa
Til lukku með daginn Gamli Grái múhahahhahahahah kv þórey já og hver er þessi nafnlausi ??? haaaaaaaaaa fíla ekki svona nafnlaust fólk humm haaaaaaaaaaa
Pfff hahaha þú ert gamall kall á egótrippi!! ;)
Skrifa ummæli
<< Home