Götustrákurinn

fimmtudagur, júní 14, 2007

Langþráða sumarfríið

Jæja, þá er fyrsta vikan af sumarfríinu að klárast, verð að viðurkenna að ég kann ekki að vera í sumarfríi, mér finnst alltaf eins og ég eigi að mæta í vinnunna "á morgun" eða "á eftir".
Missti mig gjörsamlega í tilgangsleysinu í upphafi vikunnar og sló garðinn, svo ryksugaði ég húsið og svo skúraði ég gólfin og svo bakaði ég pönnukökur og skúraði svo aftur gólfin vegna þess að ég sóðaði svo mikið út í pönnukökubakstrinum.

Næst þegar ég fer í suamrfrí ætla ég að vera viðbúinn með einhverja "aðgerðaáætlun", eitthvað annað en að sinna garðverkum eða húsverkum. Kannski verð ég búinn að undirbúa mig með hálfs-árs fyrirvara og byrgja mig upp af áfengi og svo get ég bara legið heima í baði og drukkið mig útúr-ölvaðan. Eða ekki. Það er alveg ágætt að sinna svona venjulegum verkum af og til, engir skjólstæðingar að úthúða mér eða eitthvað svoleiðis. bara ég og sláttuvélin... færi mér samt betur að vera með stóra keðjusög...

Allavega, ef einhver er í fríi og vill leika má hann hafa samband... eða hún...

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey ég vil koma í pönnukökukaffi =)

2:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ :) Reyndu nú að hafa það gott í sumarfríinu, getur kannksi fengið þér einvherja góða bók að lesa eða lært að sauma út, það er ágætis afþreying:)

11:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úbbs.... hvað ég er glöð !!!
Ég hélt þú værir dáin, eða alla vega fárveikur vegna þess að ég hef ekkert heyrt af þér síðan á Laugardagskvöld þegar þú hafðir ekki orku í afmælis"kaffi"....

Ertu í sumarfríi frá starfsfólki líka?

Ertu búin að vera góður við Leyn...

Ertu að fara að koma?

Hvernig hljómar Starfsmanna-PARTÝ á Laugardagskvöld?

Gunni farðu að koma HEIM...

11:18 f.h.  
Blogger Gunni said...

Hæ, ofvirka sjúkraliðakona.

1. Ég er lifandi :)

2. Ástæðan fyrir því að þa heyrist ekkert í mér er sú að ég er svo dularfullur... konur fíla það :p

3. ég er EKKI í sumarfríi frá starfsfólki... var rétt í þessu að spjalla við art..

4. Gleymi þessu Ley... aftur og aftur... ætla að gera eikkað sniðugt á eftir ;)

5. Ég kem á eftir... eða á morgun... byrja að vinna á mánudaginn ;)

6. Starfsmannapartí hljómar SEXÝ :D


Anna, ég býð þér fljótlega í pönnsur að hætti hússins.

Guðrún, gleymdu krosssauminum, búinn að lesa bók :)

3:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það sem vellur ekki uppúr þér drengur...Ég get sko sitið heilu tímana í að lesa bloggið þitt og skemmt mér konunglega;) hehe en já ef þú hefur ekkert að gera þá er þér velkomið að koma heim til mín og taka að þér húsverkin...Væri bara snilld að koma heim úr vinnu og hann Gunni búin að baka pönnukökur handa stelpunni:) Heheh

4:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

fer þetta blessaða sumarfrí þitt ekki að verða búið eða ??? finnst þú búinn að vera endalaust lengi að díngla þér eitthvað ... kveðja có worker from Kleppó
voff voff og smá mjá

11:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home