Götustrákurinn

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Aftur í vinnunni

Hið langþráða sumarfrí gat nú ekki ekki varað að eilífu þó að ég muni gera það...
Ekkert smá gott að komast í sumarfrí samt, og svo á ég reyndar eftir rúmar tvær vikur sem ég ætla að nota í lok júlí og fram á miðjan ágústmánuðinn. Fór þar seinustu helgi á smá djamm með fólkinu í vinnunni minni, en HALLÓ HÆ... Ég er næstum því heilbrigður á við suma... eða ekki. Ég lifi auðvitað í blekkingu. En ég verð að viðurkenna að ég er farinn að bíða spenntur eftir næsta vinnudjammi.

Ég er búinn að komast að því að það er óhollt að vinna í minni vinnu, það kom glögglega í ljós þegar ég fór í sumarfríið og aukakílóin fóru að hrynja af mér. Ég spái því að þau verði öll komin aftur innan tíðar... Sem er reyndar eins gott vegna þess að það elska mig svo margir að það getur orðið erfitt að skipta mér á milli ef ég er einhver horrengla.

Fór svo vestur á Hellissand um helgina með lilla bró að hjálpa pápa að sparsla, pússa og mála sumarhúsið sem ma&pa voru að kaupa sér. Heilmikið púl en mjög gaman samt. Svo er nú ekki mikið annað að frétta, átti að vera í fríi um helgina en ákvað að taka aukavaktir.

Annars snúast áhyggjur mína þessa daganna helst um það hvort að Bjössi og Eva fatti að ég er búinn að selja öll rafmagnstæki sem þau áttu á meðan ég var að passa íbúðina þeirra (en þið sem vissuð ekki af því þá stungu þau mig af til útlanda). Ég náði samt að kaupa ódýrar eftirlíkingar af þeirra tækjum Þannig að þetta verður alveg í lagi svo lengi sem það kvikni ekki í þessu, enda eru flatskjáir úr pappa ekki mjög öruggir....

Allavega, ekkert að frétta, bara að sinna bloggskyldunni, Bæbæ :)

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já þetta verður allt í goodí mar ég er alltaf gera þetta lika sko tók spegil sem mér fannst ógeð flottur hjá systu þegar ég var þar siðast í heimsókn og næst ætla ég að taka sjónvarpið hennar ég meina þú veist.... en bíddu af hverju ertu ekki að grennast at work ? það er so ógeð vondur matur þar mar lifir bara á hrökkbrauði á hverju lifir þú þarna? rúllupylsunni eða :)
kv þórey có worker!

12:40 f.h.  
Blogger Gunni said...

Af því Kæra Þórey có worker að ég er ofdekraður í vinnunni og það er alltaf verið að baka fyrir mig!

12:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Elsku GunniGötustrákur.....
Hvað ég er búin að baka margar kökur handa þér og hlaða ofan í frystikistuna.... ég ætla sko að vera tilbúin þegar ég mæti næst.
Ég gerði heiðalega tilraun til að draga þig á djammið með mér í nótt en var svo skömmuð í dag af kalli frænku minnar fyrir SMS áreiti um miðja nótt.....

11:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Segðu við Bjössa og Evu að tækin þeirra hafi gengið af göflunum þegar þau fóru úr landi og ákváðu að elta þau. Þannig að það voru í raun rafmagnstækin sem stungu þig af til útlanda :) Þessi útskýring getur ekki klikkað.... algerlega skothelld.

11:53 e.h.  
Blogger Gunni said...

Elina, Endilega haltu áfram kökubakstrinum.

Ásdís, Eva og Bjössi eru ekki búin að fatta neitt.. held að þetta sleppi allt saman ;)

12:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Halló hæ ezkan...
hvernig væri nú að við myndum ákveða date.........
kv litla syssss

2:16 e.h.  
Blogger Gunni said...

Áslaug... við förum ekki á deit... við förum á ættarmót ;) og vonandi sem fyrst :D

2:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað gerðist eiginlega í þessu partý ???? maður má greinilega ekki missa af neinu þarna í vinnunni
Verður ekki partý bráðum aftur???

11:05 e.h.  
Blogger Gunz said...

Loksins skil ég hvers vegna þú ert kallaður GÖTUSTRÁKUR GUNZ!

12:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home