Snilligáfa....
Já, það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Hef reyndar smá afsökun fyrir síðustu vikuna vegna þess að netið heima tók upp á því að bila... Þetta er reyndar engin almennileg afsökun, ég er nefnilega núna í vinnunni að blogga, hefði alveg getað gert það fyrr.
Það er samt ekki búið að vera mikið um að vera undanfarið nema bara það að ef maður byggi utanhúss væri frosið undan manni.
Já, haustið er komið og veturinn er alveg að skella á, ég sver það í heilanum mínum!!!
En allavega, þá fékk ég nafnlaust sms um daginn þar sem stóð: "Í dag er heill mánuður síðan þú bloggaðir síðast.... kv. leynilegur aðdáandi snilligáfu þinnar"
Já, þarna hafðið það, ÉG er með sniligáfu, ég vissi það reyndar alltaf en ég hef alltaf reynt að fela hana á bakvið kjánalæti. Greinilegt að það virkar ekki lengur, fólk er farið að sjá í gegnum mig og sér ekki lengur bara ótrúlega fallegann mann með kjánalæti, heldur alveg ótrúlega fallegann mann með snillgáfu.
Núna get ég hætt að vera með kjánalæti og byrjað að tala um gáfulega hluti í gríð og erg. Ekki láta ykkur bregða ef ég hitti ykkur þó að ég byrji að tala um Dow Jones iðnaðarvísitöluna og það hvað íslenska krónan er búin að styrkjast eða lækka þann daginn.
Ok, hef ekkert að segja, bæbæ

8 Comments:
Sko þig... legg til að þú bloggir daglega til að við hin getum notið góðs af gáfum þínum og sopið af botlausum brunni visku þinnar
Já, það væri alveg séns, en ég er samt ekki að fara að deila visku minni daglega ókeypis, kannski gæti ég rukkað áskriftargjald eða eitthvað :p
Gunni ég get svarið það að þessi "leynilegi aðdáandi" ert þú sjálfur!!! Hahahaha :D
Anna mín, ég get svo svarið það að ég er sendi ekki sjálfum mér sms!!! Þó að tilhugsunin vissulega kitli hégómagirndina mína....
Mamma trúir þér ;)
Vá, ef ég hitti þig og þú getur lifað af í 10 mínútur án þess að vera með kjánalæti þá færðu verðlaun =)
En ég hef alltaf vitað um snilligáfuna, vildi bara ekki segja neinum... HALLÓ HÆ!
Hvernig verðlaun erum við að tala um???
Hmm já.. True! :) Mér finnst sérstaklega skemmtilegt hvernig þú skrifar.. Þeas hvernig orð þú notar! :)
Anyhoo, hvenær eigum við svo að hittast??
Skrifa ummæli
<< Home