Götustrákurinn

laugardagur, júlí 15, 2006

Sumarfrí og Steggjun

Þá er loksins komið að sumarfríinu mínu og ég byrjaði það að sjálfsögðu með því að fá eikkerja helvítis flensu. Það er hvergi nema á Íslandi sem að fólk fær flensu í FOKKINGS JÚLÍ!!!
Fór í partí til Óskars vinar míns fyrir 3 helgum síðan, svosem ekki í frásögur færandi nema að þetta var kvöldið eftir jónsmessunótt, og auðvitað þurfti Óskar kallinn að ruglast á dögum og endaði út í garði alveg buttnaked þangað til að nágrannar sem fyrir "slysni" voru staddir úti á svölum spurðu hann hvort að hann væri nakinn útaf jónsmessunóttinni, hann jánkaði því og þá bentu þessir hjálpsömu nágrannar honum á að jónsmessunóttin hefði verið nóttina á undan.
Þannig endaði nú nektarsýningin það kvöldið.
Helgina eftir þetta litla ævintýri ákváðum við strákarnir, þ.e. ég, Hauksi bróðir, Bjössi (kenndur við baywatch) og Jón Þórir að steggja Bjössa.
Við mættum til Bjössa kl 08.00 á laugardagsmorgninum og létum hann klæða sig upp í spítalafatnað og þröngar svart og grænröndóttar sokkabuxur og fórum með hann í rafting. Bjössi Baywatch öðlaðist akkúrat þetta "baywatch" nickname eftir þessa háskaför, enda hef ég aldrei áður séð mann takast að næstum því drukkna í björgunarvesti. En áin tók ekki hann Bjössa baywatch okkar í þetta skiptið.
Svo var farið með Bjössa í paintball, en hann fékk sko ekki að snerta neinar paintballbyssur, hann fékk bara kanínubúning og við strákarnir fengum að skjóta á hann... Greyið hann Bjössi hefur víst verið eikkað aumur í bakinu eftir þetta..
Svo var haldið í Go-kart og svo var bara haldið áfram að djamma og djúsa fram á morgun.