Ostaskerar...
Inn á www.mbl.is í dag var talað um kanadískan landsliðsmarkmann sem lenti í heldur óvenjulegu óhappi. Hann semsagt lenti í því að sneiða ofan af þumalputtanum sínum með ostaskera! Þegar ég las fréttina hugsaði ég fyrst með mér hvörslags fífl þetta hlyti að vera... En svo varð mér litið á þumalputtann á vinstri hendinni minni. Þar ber ég semsagt ör eftir samskonar slys! Ég er semsagt líka svona mikið fífl.
Þetta er án efa það klaufalegasta og asnalegasta slys sem ég hef lent í, ég held ég hafi verið í tíunda bekk þegar þetta gerðist, var nývaknaður og að búa til ostasamlokur sem ég ætlaði að setja í samlokugrillið. Og þegar maður er nývaknaður er maður ekkert mikið að hugsa, svo vil ég meina að osturinn hafi ekki verið upp á sitt besta, ostaskerinn átti eitthvað voðalega erfitt með að skera ostinn. En ég var semsagt að skera ostinn með ostaskeranum nema bara það að ostaskerinn stóð eiginlega bara fastur í þannig að ég rykkti í hann og það virkaði svo vel að ég gat skorið ostinn en um leið tókst mér að skera stykki af þumlinum! Mjög svo klaufalegt, og ekkert smá neyðarlegt að þurfa að fara til læknis til að láta sauma puttann saman.
Vonandi lærið þið eitthvað af þessari sögu þannig að þið þurfið ekki að lenda í þessu... ég hef nefnilega kynnst þremur manneskum sem hafa lent í þessu sama síðan þetta kom fyrir mig.
Kv. Gunni forvarnarfulltrúi :p
