Götustrákurinn

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Alveg er það einkennilegt....

Alveg er það einkennilegt hvað ég er skrýtinn á margan hátt.
Ég er til dæmis með mjög skrýtið skopskyn..
Skopskyn sem sumir myndu eflaust verða smeykir við!
Til dæmis þegar ég er að horfa á hryllingsmyndir og það er verið að búta einhvern niður þá ætla ég oft að deyja úr hlátri og eins ef einhver segir mér slæmar fréttir virðist ég hafa þörf til að hlæja óstjórnlega. Svo þarf ég alltaf að hlæja á óviðeigandi stöðum eins og í kirkjum. Besta ráðið til að ég fari ekki að hlæja eða brosa er að beina að mér myndavél, þá er mér ekki hlátur í hug og lít oftast út eins og alvarlegasti mafíósi í heimi... Nema það að ég er ekki mafíósi, ég vinn á Kleppi..
Kannski er ég slightly geðveikur.
Held það samt ekki, það er engin saga um geðveiki í fjölskyldunni minni (allavega ekkert sem hefur komist upp) og mér hefði væntanlega ekki verið hleypt heim úr vinnunni fyrsta vinnudaginn minn á kleppi ef ég væri geðveikur.
Kannski verð ég bara að sætta mig við það að vera bara ÖRLÍTIÐ skrítnari en gengur og gerist. Ég ætla allavega ekki að treysta á Guðshjálp. Vorum að spjalla um það í vinnunni um daginn hvað marr myndi nú gera ef marr myndi bara allt í einu deyja eins og hitti svo allt í einu Guð eða Lykla Pétur, það væri vægast sagt ekki gott mál þar sem ég er alveg hryllilega ótrúaður, þökk sé vísindamönnum.
Ég held ég myndi aldrei fá inngöngu í himnaríki og ekki ætla ég til Helvítis sama hvað hver segir. Þannig að ég ætla að stofna minn eigin klúbb mitt á milli helvítis og Himnaríkis (nema það sé laust pláss á hæðinni fyrir ofan Himnaríki).
Og sá sælustaður á eftir að koma til með að heita CluB HeaveN.
Þar er ég búinn að bjóða nokkrum vinnufélögum mínum að koma eftir dauðann ef þeir fá ekki pláss í himnaríki og ÞÚ mátt líka koma. Lykilorðið verður "gunni er gorgeous". Það þarf engin að hafa verið stilltur í þessu lífi. Þvert á móti.
Jæja, ætla að fara að finna dyravörð fyrir Club Heaven, það verður að vera eikker húsbóndahollur.
Veriði sæl að sinni!

laugardagur, ágúst 12, 2006

Brúðkaupsstress o.fl.

Jæja, Eva og Bjössi (mamma og pabbi eins og sumir þekkja þetta fólk) giftu sig loksins 22 júlí. Ekkert nema allt frábært um það að segja og ég er óendanlega stoltur af þeim fyrir vikið. Ég hef reyndar sjaldan fengið að upplifa annan eins heiður eins og þá, þar sem ég fékk að leiða Evu upp að altarinu. Reyndar hef ég heldur sjaldan verið eins stressaður eins og þá, en þegar mér hafði tekist að koma Evu áfallalaust upp á altarið minnkaði stressið til muna, enda hafði ég ímyndað mér allt hið versta. Alveg týpiskt fyrir mig að ná að fella brúðina á leiðinni að altarinu eða eitthvað álíka. En allt tókst vel og ekkert nema gott um það að segja.

Svo kom að veislunni og ég hafði hugsað mér að halda ræðu, en ég er svona frekar feiminn og ég vissi ekkert hvað ég átti að segja þannig að ég hætti við... En sumir voru ekki alveg sammála, og það endaði með því að Bjössi veislustjóri tilkynnti fyrir framan alla að ég ætlaði að halda ræðu!!! Ég sá þann kost vænstan að láta sem ekkert væri og hélt ræðu, ég man reyndar varla neitt sem ég sagði, en þessi ræða var víst ræða kvöldsins samkvæmt nokkrum gestum, reyndar var þetta víst eins og hálfgert standup og skemmti fólk sér víst ágætlega yfir þessu rugli í mér.

Annars er nú ekki mikið búið að vera í gangi hjá mér. Átti ammli á miðvikudaginn og hélt upp á það með því að hella í mig bjór yfir Rockstar með Stjána og Hauki. Verð að viðurkenna að ég er bara nokkuð stoltur yfir honum Magna, hef aldrei fílað hann með "Á móti sól", en hann er alveg að meika það feitt í "Rockstar".

Annars er bara ekkert sem ég vil tjá mig um nema ég er bara orðinn gamall kall, veriði sæl í bili !