Götustrákurinn

sunnudagur, október 22, 2006

HALLÓ HÆ!!!

Ekki mikið búið að gerast undanfarið.
Eva og Bjössi stungin af út, og skildu mig veikan eftir. Ég var búinn að vera að hjúkra þeim þegar þau voru veik og svo bara um leið og eikkað bjátar á hjá mér þá er maður bara skilinn eftir til að deyja eða eitthvað, Fékk meira að segja einhvað djammkveðju-sms frá þeim í gær þegar ég var farinn að sofa, svona, eins og til að reyna að ergja mig!!!

Ég kíkti á smá staffadjamm seinustu helgi til góðu sjúkraliða-konunnar. Það var eins og alltaf alveg ógeðslega gaman að djamma með þessu liði sem maður kallar vinnufélaga sína og mér tókst enn einu sinni að sanna mig sem mesta fíflið...

Annars er ég bara að vinna núna og verð að vinna til ellefu í kvöld. Ekki alveg að meika það en það verður einhver að vinna verkin hmmmm......

Sæl í bili

miðvikudagur, október 11, 2006

Smá könnun

Stal þessari könnun af síðunni hennar Auðar. Allir saman nú taka þátt!!!


1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin/nn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Og svara nú!