Götustrákurinn

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Heilsuátak og vorfílingur......

Halló Hæ allir saman, Það er ekki mikið að frétta, en samt eitthvað, nú um daginn var heilsuátaki startað í vinnunni og öllu crew-inu splittað upp í 3 hópa. Það væri ekki í frásögur færandi nema kannski vegna þess að ég var gerður að HÓPSTJÓRA í mínum hóp. Ég á erfitt með að ímynda mér hvaða hvatir liggja að baki því að gera mig að hópstjóra.

En hvað um það, í dag voru allir í vinnunni mældir hátt og lágt og fituprósentan mæld. Og þvílíkur léttir, ég er búinn að léttast um tvö og hálft kg. á 2 mánuðum og Fituprósentan var miklu minni en ég hélt að hún væri. Og ég er ekki einu sinni byrjaður að hreyfa mig að neitt að ráði. Það er ekki nóg með að maður er fallegur að utan sem innan, heldur er marr líka massi. Þar hafiði það!

Svo var ég að lesa fréttir á MBL.IS á áðan og ég get svo svarið það að vorið er að koma, allavega var einhverjum gæja svo heitt í dag að hann beraði kynfæri sín fyrir framan 17 ára skólastúlku í laugardalnum í dag, stúlkan sem vóg aðeins 45 kg. með skólatösku brást alveg kolvitlaust við og í staðinn fyrir að bjóða manninum sólarvörn hringdi hún á lögregluna. Þessi viðleitni mannsins til að fá smá brúnku á kynfærin endaði því þannig að lögreglan leitar hans nú fyrir ósiðlegt athæfi. Svona verða misskilningarnir til. Kannski að hægt sé að fá Baugsfeðga til að splæsa í ljósakort fyrir manngreyið til þess að hann þurfi nú ekki hrella fleiri ungar stúlkur svona alveg óvart.

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Hetjan í snjónum

Ég er alltaf að gera mér meiri og meiri grein fyrir því hvað ég er mikil hetja. Ég var á kvöldvakt í gær og svo þurfti ég að vakna klukkan hálfátta í morgun til að fara í vinnuna.
En það vildi ekki betur til en að mér alveg að óvörum var bara ALLT á kafi í snjó, og þar á meðal ástkær sjálfrennireiðin mín!
En ég hef nú aldrei látið smá skafrenning stöðva mig og eftir að vera búinn að sópa af bílnum með kúst lagði ég í hann.... þessa 2 metra sem ég komst, þá var ég alveg pikk, ekki bara alveg pikkfastur, heldur pikkfastur á miðri götunni.
Ég var byrjaður að örvænta þegar ég sá mann birtast út úr myrkrinu. Ég hélt allt eins að þerna væri dauðinn kominn að sækja mig og ég ákvað bara að vera samvinnufús og skrúfaði niður rúðuna. Þá sagði dauðinn; "Þú þurfa nýtt gúmmí undir bíl".
Þá var þetta ekki dauðinn eftir allt saman, heldur bara hjálpsamur pólverji, og hann hjálpaði mér að ýta bílnum í stæði.
Og svo er maður að heyra fólk tala illa um pólverja, aldrei hef ég tekið undir það og mun aldrei gera það, ef þessi pólverji hefði ekki komið mér til bjargar hefði ég eflaust getað opnað "Club Heaven" með pompi og prakt. En ég slapp og endaði með því að taka taxa í boði vinnunnar!
Annars vil ég bara benda ykkur á að öllum er velkomið að koma með skóflur í keilufellið og moka bílinn minn út úr skaflinum sem hann er í. Þið megið meira að segja gera það frítt.
Takk fyrir