Götustrákurinn

laugardagur, mars 31, 2007

Losing my mind appearantly...

Hafði ekkert að gera í kvöld þannig að ég fór út í myrkrið á áðan og þreif undurfögru sjálfrennireiðina mína, kemur í ljós í dagsbirtunni á morgun hvernig mér gekk. Það er greinilegtað ég er að verða skrýtnari og skrýtnari með hverri helginni sem líður...

föstudagur, mars 30, 2007

Full norn og þrælabarn Evu og Bjössa :p

Halló hæ


Smá "bloggstífla" búin að vera að hrjá mig

Eva, ég lofa að borga bloggsektina þegar tunglið er búið að fara einn og hálfan sólhring umhverfis sjálft sig á rauntíma jarðar...
Ekki búinn að gera mikið af mér undanfarið ef frá er talið grímuballið sem var haldið á vegum vinnunnar minnar seinustu helgi, en þar fór ég á kostum sem pöddufulla nornin...
Er loksins kominn í smá helgarfrí en nenni samt varla að gera neitt. En þar sem Eva og Bjössi eru búin að fá íbúðina sína afhenta getur verið að ég verði látinn vinna við að hjálpa þeim að bera hluti og hlaupa á veggi til að brjóta þá niður um helgina.
Eva og Bjössi TIL HAMINGJU með nýja pleisið :)
Eins gott að ég fái eigið herbergi en ekki bara sófa eins og á gamla staðnum :p


Annars er nú ekki mikið að gerast í íslensku þjóðlífi þessar stundirnar. Dorrit er bara alltaf að slasa sig á skíðum... það er góður kostur að fatta þegar maður er lélegur í einhverju til að maður geti hætt því. En það eina sem Dorrit er klár í er greinilega að eiga peninga og forseta.


Svo eru voða spennandi kosningar í vor... En ég er hættur að nenna að pæla nokkuð í stjórnmálum þar sem að það skiptir ekki máli það sem ég vil. Það eru alltaf hinir sem fá það sem þeir vilja, og því miður er það alltaf eitthvað öfga fasískt. Eini ráðherrann sem fær einhvern pening er Björn dómsmálaráðherra, en hann heldur úti her manna bara til að reyna að grípa mig á sléttu hjólbörðunum mínum, verst að það er að koma sumar, hvað gerir löggan þá???


Allavega, þið getið ekki sagt núna að ég hafi ekkert bloggað í mars ;p

Góðar stundir!