Betri heilsa...
Jæja, gleðifréttir. Þynnkan sem brast á fyrir rösklega tveimur vikum er nú örugglega ábyggilega pottþétt horfin á braut.
Hún var nú reyndar ábyggilega horfin strax kvöldið eftir kvöldið sem nú er betur þekkt sem gleðikvöldið mikla, en ég vildi vera alveg 150% viss áður en ég færi að koma með einhverjar yfirlýsingar þar að lútandi.
Á laugardaginn átti að verða keilumót deilda innan geðsviðsins en því var frestað, reyndar hafði einhver óprúttinn aðili (deildarstjórinn) skráð mig í lið deildar 12, greinilega óafvitandi um það að ég er álíka lélegur í keilu og ég er í fótbolta.
Ég hef reyndar ekki farið í keilu í 13 ár, eða alveg síðan ég rann á rassgatið á einni keilubrautinni í 8 bekk. Það var reyndar sorglegt að það skyldi gerast, því að sjaldan á ævinni hef ég verið jafn einbeittur og þá. Það má segja að einbeitnin eyðilagðist alveg þá. Líklega einhver titringur sem hefur leitt frá rassinum við fallið og alveg upp í heila.
En allavega þessu móti var frestað til betri tíma. Og núna er ég bara búinn að vera á kafi undir húddinu á bílnum mínum að reyna að hlaða rafgeyminn. Jú, það er rétt, helvítis bíllinn tók upp á því að verða rafmagnslaus. Sem er ekki gott því ég er álíka vel staddur í bílastússi og í fótboltastússi, semsagt mjög lélegur. En núna er bara að vona að bídruslan hlaði sig.
En hvað um það, ég hef ekkert meira að segja þannig að bless bless!
