Götustrákurinn

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Betri heilsa...

Jæja, gleðifréttir. Þynnkan sem brast á fyrir rösklega tveimur vikum er nú örugglega ábyggilega pottþétt horfin á braut.
Hún var nú reyndar ábyggilega horfin strax kvöldið eftir kvöldið sem nú er betur þekkt sem gleðikvöldið mikla, en ég vildi vera alveg 150% viss áður en ég færi að koma með einhverjar yfirlýsingar þar að lútandi.



Á laugardaginn átti að verða keilumót deilda innan geðsviðsins en því var frestað, reyndar hafði einhver óprúttinn aðili (deildarstjórinn) skráð mig í lið deildar 12, greinilega óafvitandi um það að ég er álíka lélegur í keilu og ég er í fótbolta.



Ég hef reyndar ekki farið í keilu í 13 ár, eða alveg síðan ég rann á rassgatið á einni keilubrautinni í 8 bekk. Það var reyndar sorglegt að það skyldi gerast, því að sjaldan á ævinni hef ég verið jafn einbeittur og þá. Það má segja að einbeitnin eyðilagðist alveg þá. Líklega einhver titringur sem hefur leitt frá rassinum við fallið og alveg upp í heila.


En allavega þessu móti var frestað til betri tíma. Og núna er ég bara búinn að vera á kafi undir húddinu á bílnum mínum að reyna að hlaða rafgeyminn. Jú, það er rétt, helvítis bíllinn tók upp á því að verða rafmagnslaus. Sem er ekki gott því ég er álíka vel staddur í bílastússi og í fótboltastússi, semsagt mjög lélegur. En núna er bara að vona að bídruslan hlaði sig.



En hvað um það, ég hef ekkert meira að segja þannig að bless bless!

sunnudagur, janúar 14, 2007

ÚFF!

Suð fyrir eyrum
Höfuðverkur
Finnst eins og ég gangi í blýskóm (svona eins og kafarar notuðu fyrir 100 árum)
Flökurt en samt ekki flökurt...
Það er rétt, ég var alltof fulli kallinn í gær og núna fæ ég að þjást fyrir það!
Og þó maður muni ekki alveg allt og muni annað sem maður vill ekki muna þá var þetta bara helvíti gaman.....

laugardagur, janúar 13, 2007

Not much happening!

Halló hæ!
Gleðilegt ár þið fáeinu hræður sem villist inn á síðuna mína ;)
Það er ekki mikið búið að gerast hjá mér það sem af er ári, en það verður bætt úr því á morgun með smá vinnudjammi.
Ég eyddi áramótunum heima hjá Jóni Þóri og Gyðu í aldeilis góðum félagsskap og ég verð að segja að það er orðið ansi langt síðan marr hefur orðið eins valtur á fótunum, en ég skemmti mér vel og það var aðal málið. Eyddi nokkrum dögum í vikunni veikur heima, verð kannski að drekka aðeins meira áfengi til hjálpa líkamanum að drepa sýkla, held það allavega, og stefni á að drepa alveg tvo þrjá sýkla á morgun.
Annars er það helst í fréttum að ég bíð spenntur eftir því að byrgis-málið svokallaða hverfi úr fjölmiðlum þannig að ég geti (svo lítið beri á) opnað mína eigin meðferðarstofnun, þar sem eins og áður segir verður boðið upp á meðferð fyrir örvinglaðar stúlkur, og bráðum mun ég hringja í alla karlkyns vini mína til að bjóða þeim starf. Vinkonur mína þurfa engar áhyggjur að hafa af því að ég sé búinn að gleyma þeim, því þær geta komið í meðferð til mín.....
En hvað um það, ekkert merkilegt að frétta þannig að hafið það bara gott, bæbæ!