Langþráða sumarfríið
Jæja, þá er fyrsta vikan af sumarfríinu að klárast, verð að viðurkenna að ég kann ekki að vera í sumarfríi, mér finnst alltaf eins og ég eigi að mæta í vinnunna "á morgun" eða "á eftir".
Missti mig gjörsamlega í tilgangsleysinu í upphafi vikunnar og sló garðinn, svo ryksugaði ég húsið og svo skúraði ég gólfin og svo bakaði ég pönnukökur og skúraði svo aftur gólfin vegna þess að ég sóðaði svo mikið út í pönnukökubakstrinum.
Næst þegar ég fer í suamrfrí ætla ég að vera viðbúinn með einhverja "aðgerðaáætlun", eitthvað annað en að sinna garðverkum eða húsverkum. Kannski verð ég búinn að undirbúa mig með hálfs-árs fyrirvara og byrgja mig upp af áfengi og svo get ég bara legið heima í baði og drukkið mig útúr-ölvaðan. Eða ekki. Það er alveg ágætt að sinna svona venjulegum verkum af og til, engir skjólstæðingar að úthúða mér eða eitthvað svoleiðis. bara ég og sláttuvélin... færi mér samt betur að vera með stóra keðjusög...
Allavega, ef einhver er í fríi og vill leika má hann hafa samband... eða hún...
Missti mig gjörsamlega í tilgangsleysinu í upphafi vikunnar og sló garðinn, svo ryksugaði ég húsið og svo skúraði ég gólfin og svo bakaði ég pönnukökur og skúraði svo aftur gólfin vegna þess að ég sóðaði svo mikið út í pönnukökubakstrinum.
Næst þegar ég fer í suamrfrí ætla ég að vera viðbúinn með einhverja "aðgerðaáætlun", eitthvað annað en að sinna garðverkum eða húsverkum. Kannski verð ég búinn að undirbúa mig með hálfs-árs fyrirvara og byrgja mig upp af áfengi og svo get ég bara legið heima í baði og drukkið mig útúr-ölvaðan. Eða ekki. Það er alveg ágætt að sinna svona venjulegum verkum af og til, engir skjólstæðingar að úthúða mér eða eitthvað svoleiðis. bara ég og sláttuvélin... færi mér samt betur að vera með stóra keðjusög...
Allavega, ef einhver er í fríi og vill leika má hann hafa samband... eða hún...
