Götustrákurinn

fimmtudagur, júní 14, 2007

Langþráða sumarfríið

Jæja, þá er fyrsta vikan af sumarfríinu að klárast, verð að viðurkenna að ég kann ekki að vera í sumarfríi, mér finnst alltaf eins og ég eigi að mæta í vinnunna "á morgun" eða "á eftir".
Missti mig gjörsamlega í tilgangsleysinu í upphafi vikunnar og sló garðinn, svo ryksugaði ég húsið og svo skúraði ég gólfin og svo bakaði ég pönnukökur og skúraði svo aftur gólfin vegna þess að ég sóðaði svo mikið út í pönnukökubakstrinum.

Næst þegar ég fer í suamrfrí ætla ég að vera viðbúinn með einhverja "aðgerðaáætlun", eitthvað annað en að sinna garðverkum eða húsverkum. Kannski verð ég búinn að undirbúa mig með hálfs-árs fyrirvara og byrgja mig upp af áfengi og svo get ég bara legið heima í baði og drukkið mig útúr-ölvaðan. Eða ekki. Það er alveg ágætt að sinna svona venjulegum verkum af og til, engir skjólstæðingar að úthúða mér eða eitthvað svoleiðis. bara ég og sláttuvélin... færi mér samt betur að vera með stóra keðjusög...

Allavega, ef einhver er í fríi og vill leika má hann hafa samband... eða hún...

mánudagur, júní 11, 2007

Hún á afmæli í dag.....

Til hamingju með ammlið Dísa "fitubolla" :p Hafðu það gott á sjálfan ammlisdaginn þinn :)


En að öðrum málum, kona á níræðisaldri fannst drukknuð í heimasundlaug út á landi og núna er local lögreglan að RANNSAKA málið. Sko, ég er ekki að gera grín að greyið konunni og myndi aldrei gera það, þetta er eflaust mjög leiðinlegt fyrir ættingjanna, en come on, getur ekki verið að konan hafi bara verið orðin gömul og drukknað fyrir slysni, af hverju er verið að slá þessu upp eins og glæp? Ungt fólk hefur fundist drukknað í sundlaugum án þess að þar hafi verið á ferðinni glæpur! Ef ég myndi lifa það að vera á níræðisaldri myndi ég ekki fara í sund nema vera með kút!

laugardagur, júní 09, 2007

Sumarfrí !!!

Það var undarlegt ástand í vinnunni í gær, tár á hvörmum allra stúlknanna sem eru að vinna með mér og ég er ekki frá því að ég hafi heyrt ekkahljóð í strákunum líka.
Ástæðan: ég var að fara í sumarfrí! Ég fékk næstum samviskubit yfir því að vera að yfirgefa vinnufélaga mína á svona grimmilegan hátt... En sumarfríið mitt er bara einn af þessum hlutum sem verða að gerast, og ég vona að stúlkurnar á deildinni minni geti þolað að missa mig í nokkrar vikur. Ætli ég verði samt ekki að kíkja við svona reglulega til að minna alla á að lífið er ekki vonlaust og leiðinlegt. Svona er ég nú alltaf góður og hugulsamur í mér, og eins og stelpurnar í minni vinnu vita þá er hógværðin mín minn mesti og besti kostur, og þeir eru ekki fáir kostirnir skal ég segja ykkur.

En hvað um það, ég er farinn í sumarfrí :D

fimmtudagur, júní 07, 2007

Allt þetta afmælislið!

Magnað hvað allt fólk þarf að eiga afmæli þessa daganna, enginn búinn að eiga afmæli undanfarið og ekkert búið að vera gerast... nema kleppsafmælið... nema toppmannsafmælið og nema eitthvað meira sem ég man ekki alveg, en núna á ég að finna tíma til að fara í 6 afmæli á fjórum kvöldum. Það er eins og ég hafi skynjað þessa afmælishrinu fyrr á árinu þegar ég skráði niður hvenær ég vildi fara í sumarfrí, en ég gleymdi að sama skapi að spara fyrir öllum þessum afmælisgjöfum þannig að þið sem eigið afmæli megið bara sætta ykkur við loft úr lungunum mínum... og smá svitalykt af mér ef þið eruð heppin :p


En allavega, Ofvirka sjúkraliða-konan átti afmæli í gær 06.06 þannig að til hamingju með það Elsku ofvirka sjúkraliðakona :D Og í dag 07.06 á Ingi Sævar góðvinur minn stórafmæli, hann er kominn á löggiltan þynnkualdur. Til hamingju með að vera loksins orðinn "þynnkufær".


Ég man nefnilega þegar ég var yngri en 25 ára þá var ég alltaf voða glaður og hreykinn af því að geta drukkið eins og svín en litið út eins og nýsleginn túskildingur daginn eftir og algerlega laus við þynnku, en fróðir menn sem voru orðnir eldri en 25 ára sögðu mér að daginn sem ég yrði 25 ára myndi ég hætta að geta drukkið og djammað án afleiðinga. Og það stóðst svo sannarlega, Þetta voru skelfileg tímamót, en að sama skapi held ég að þau hafi haft góð áhrif á lifrina mína þar sem ég gafst fljótlega upp á að djamma fleiri en eitt kvöld í viku.

En hvaða bjánaskapur er það hjá þeim sem fann upp á þynnkunni að láta hana byrja þegar maður kann loksins eitthvað smá í drykkju, loksins þegar maður er að skríða upp úr unglingadrykkjunni verður maður þunnur. Mér finnst þetta virkilega ósanngjarnt, held þetta hefði meira forvarnarlegt gildi ef þrettán ára krakkar gætu ekki mætt í skólann vikum saman eftir eitt fyllerí. Af hverju að vera leggja þetta á herðarnar á fullorðnu fólki sem þarf að hugsa um að borga reikninga og jafnvel að ala upp sí-öskrandi krakkaorma?


En hvað um það, þið sem eigið afmæli þessa daganna: Til hamingju með ammlið :)