Götustrákurinn

sunnudagur, desember 31, 2006

2006 er að deyja

Jæja, sæl veriði, núna er seinasti dagur ársins og ekki úr vegi að líta yfir árið sem hverfur nú á braut gamalla ára eins og laufblað í tímavél vindsins.....
Nei, eruði eikkað klikkuð, sénsinn að ég myndi fara að skrifa svona kjaftæði. Núna er enn eitt helvítis árið liðið, og bara fínt helvítis ár ef eikkað er. Keypti mér íbúð i vor og allt voðalega frábært. Draumaparið gifti sig og ég fékk að leiða brúðina upp að altarinu, og svona hefur þetta ár verið, alger draumur í dós.
Nema þá helst kannski að Saddam góðvinur minn Hússeinsson dó í fyrrinótt. Hann var eikkað að æfa sig með áramótabindishnúta og hengdi sig svo óvart í kjölfarið, Myrkar raddir vilja reyndar meina að sést hafi til Georgs Runnasonar Sértrúarleiðtoga sem og þjóðarleiðtoga á svæðinu....
Gamlárskvöldi ætla ég að eyða á Kleppi í góðum félagsskap sjúklinga og starfsfólks. Ef þið eruð ekki viss um hvorum hópnum ég tilheyri með þið fara í rassgat.... :p
En hvað um það ég ætla bara að óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir allt það liðna :D
Ps. vonandi hitti ég sem flesta illa blekaða í kvöld ;)

föstudagur, desember 22, 2006

Byrgið

Nú er allt að verða vitlaust í þjóðfélaginu vegna Guðmundar í Byrginu.
Kallinn bara búinn að vera negla gellur hægri vinstri og gefa þeim gjafir á kostnað skattborgara. Ótrúlegt hvað hann hefur komist upp með þetta lengi samt.
Ég var eitthvað að hugsa um þetta í dag og þá laust þessari spurningu í kollinn á mér! AF HVERJU VAR ÉG EKKI BÚINN AÐ FATTA ÞETTA!!!
Ég hefði getað verið búinn að stofna svona meðferðarstofnun fyrir löngu síðan sem væri hugsuð sem meðferðarstofnun fyrir ungar örvilnaðar konur og síðast en ekki síst FALLEGAR konur á aldrinum 19 - 30 ára.
Svo fengi ég 200 millur í styrk frá ríkinu og gæti lifað eins og kóngur í einhverju mansjóni sem ríkið hefði líka keypt undir mig.
Ég myndi náttúrulega bjóða öllum vinum mínum starf á "meðferðarheimilinu".
Og Þá er nú eins gott að fá eins og eitt stk landlækni til að kíkja reglulega við og ath. með kynsjúkdómastatusinn.
En nú er Guðmundur í byrginu alveg búinn að skemma fyrir öllum svona sniðugum hugmyndum þannig að þetta á aldrei eftir að ná lengra í bili allavega.
En hvað um það. Ef ég skyldi halda áfram að vera svona latur við bloggið fyrir jólin, vil ég bara bjóða öllum Gleðilegra jóla :)

föstudagur, desember 01, 2006

Nú hlæja bindindismenn....

Haldiði að það sé, maður hélt að ríkisstjórnin væri loksins farin að hugsa um öreigana með því að lækka vaskinn á matvörum, en nei, núna á að rukka okkur ennþá meira fyrir vinsælasta vímuefni landans, nú skal hækka verð á áfengi, jafnvel um heil 23%!!! Eins og tilveran sé ekki nógu ömurleg stundum á þessu landi í skammdeginu. Á þá í ofanálag að setja mann á hausinn við að reyna að gleyma þessari ömurlegu tilveru með ofneyslu áfengis. Það endar með því að það verður ódýrara að sprauta sig með contalgini en að fá sér bjór með matnum. Ætla samt ekki að mæla með því!
Núna verður landinn að finna aðrar aðferðir til að reyna að gleyma stað og stund, ég ætla að prófa þykjustufyllerí. Endilega ef einhver er með góðar uppástungur látið mig vita!