Hvað skal segja?
Það er ekki mikið búið að vera að gerast undanfarið og alltaf þegar mér hefur dottið eitthvað sniðugt í hug til að blogga um hef ég verið fjarri tölvu þannig að greyið þið verðið bara að missa af öllu því skemmtilega sem hefur verið í gangi í hausnum mínum. En hver veit nema það gerist eitthvað skemmtilegt á morgun, á morgun ætla ég nefnilega að fara á árshátið/afmæli klepps/vorfagnað... Kleppur er 100 ára gamall og ég ætla að halda upp á það með öllu frábæra fólkinu sem er að vinna með mér.... nema fýlupúkunum sem ætla ekki að mæta, en það er þeirra missir.
Enn einu sinni er ég búinn að sverja að ég ætli að vera edrú á þessum fagnaði en ég efast stórlega um það sjálfur að ég standi við það, ég er nefnilega að vinna með fólki sem trúir á áfengi og geðlyf.... geðlyfin eru samt mest fyrir sjúklingana við hin sem "vinnum" á kleppi drekkum áfengi í staðinn.
Það líður varla sú vika að ekki komi upp eitthvað hneykslanlegt á netinu, í síðustu viku var það dóp á netinu en núna er það bara "old news" og í dag þykir einhverjum netperrum móðins að fara í sýndarveruleika-nauðgunarleik. Hvað er málið, ok, það eru til nauðgarar en come-on, eru núna bólugrafnir tölvunördar farnir að vilja nauðga á netinu? Kannski tengist þetta allt dópinu sem þeir fá á netinu. Þetta er semsagt skaðsemi fíkniefna, fyrst downloada perrarnir dópi af netinu, "hlusta" svo á það og fara svo að nauðga í þykjustunni af því að allt dópið er farið að gera þá siðlausa. Bráðum verða handrukkanir daglegur hluti af internet lífinu, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en það er víst verið að selja einhverja hljóð-dóp-file-a á 200$. Hvaða fífl kaupir dóp á netinu fyrir 200$ (12500 kall) þegar hann getur keypt það ódýrara í portinu við aðal-lögreglustöðina? Þið getið athugað sjálf hvað dóp á íslandi kostar á þessari síðu sem SÁÁ heldur uppi.
http://www.saa.is/Default.asp?Sid_Id=9553&tre_rod=001|001|001|&tId=2&FRE_ID=38093&Meira=1
Þarna sjáið þið það krakkar mínir að það er ódýrara að kaupa dóp úti á götu heldur en að niðurhala því af netinu, auðvitað getur fólk down-load-að dópi frítt af einhverjum síðum, en net-dópistar eru ekki þekktir fyrir að brjóta lögin þegar þeir reyna að næla sér í "internet-dóp".
Nei, internetdópistar eru harðduglegt fólk sem stundar vinnu og verður dópað á löglegan hátt með aðstoð mp-3 spilarans síns í labbitúr í Elliðardal, og borgar svo fyrir alla dópneysluna með Visa-rað.
Annars ekki mikið að segja frá nema það að sumarið er að bresta á og ég er meira viss en nokkurn tímann áður að ég er fullkomnun mannkynsins. Hvert sem ég fer mæti ég með yl og hlýju inn í líf allra sem á vegi mínum verða, og ekki má gleyma því hversu mikil sjónræn veisla ég er. En gott fólk, þið megið samt ekki gleyma því að þrátt fyrir að útlitið sé svona fallegt þá er ég líka frábær manneskja.... á einhvern undarlegan hátt allavega.
Ok, hef EKKERT merkilegt að segja greinilega þannig að bæ.
