Götustrákurinn

föstudagur, maí 25, 2007

Hvað skal segja?

Það er ekki mikið búið að vera að gerast undanfarið og alltaf þegar mér hefur dottið eitthvað sniðugt í hug til að blogga um hef ég verið fjarri tölvu þannig að greyið þið verðið bara að missa af öllu því skemmtilega sem hefur verið í gangi í hausnum mínum. En hver veit nema það gerist eitthvað skemmtilegt á morgun, á morgun ætla ég nefnilega að fara á árshátið/afmæli klepps/vorfagnað... Kleppur er 100 ára gamall og ég ætla að halda upp á það með öllu frábæra fólkinu sem er að vinna með mér.... nema fýlupúkunum sem ætla ekki að mæta, en það er þeirra missir.

Enn einu sinni er ég búinn að sverja að ég ætli að vera edrú á þessum fagnaði en ég efast stórlega um það sjálfur að ég standi við það, ég er nefnilega að vinna með fólki sem trúir á áfengi og geðlyf.... geðlyfin eru samt mest fyrir sjúklingana við hin sem "vinnum" á kleppi drekkum áfengi í staðinn.

Það líður varla sú vika að ekki komi upp eitthvað hneykslanlegt á netinu, í síðustu viku var það dóp á netinu en núna er það bara "old news" og í dag þykir einhverjum netperrum móðins að fara í sýndarveruleika-nauðgunarleik. Hvað er málið, ok, það eru til nauðgarar en come-on, eru núna bólugrafnir tölvunördar farnir að vilja nauðga á netinu? Kannski tengist þetta allt dópinu sem þeir fá á netinu. Þetta er semsagt skaðsemi fíkniefna, fyrst downloada perrarnir dópi af netinu, "hlusta" svo á það og fara svo að nauðga í þykjustunni af því að allt dópið er farið að gera þá siðlausa. Bráðum verða handrukkanir daglegur hluti af internet lífinu, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en það er víst verið að selja einhverja hljóð-dóp-file-a á 200$. Hvaða fífl kaupir dóp á netinu fyrir 200$ (12500 kall) þegar hann getur keypt það ódýrara í portinu við aðal-lögreglustöðina? Þið getið athugað sjálf hvað dóp á íslandi kostar á þessari síðu sem SÁÁ heldur uppi.


http://www.saa.is/Default.asp?Sid_Id=9553&tre_rod=001|001|001|&tId=2&FRE_ID=38093&Meira=1


Þarna sjáið þið það krakkar mínir að það er ódýrara að kaupa dóp úti á götu heldur en að niðurhala því af netinu, auðvitað getur fólk down-load-að dópi frítt af einhverjum síðum, en net-dópistar eru ekki þekktir fyrir að brjóta lögin þegar þeir reyna að næla sér í "internet-dóp".
Nei, internetdópistar eru harðduglegt fólk sem stundar vinnu og verður dópað á löglegan hátt með aðstoð mp-3 spilarans síns í labbitúr í Elliðardal, og borgar svo fyrir alla dópneysluna með Visa-rað.

Annars ekki mikið að segja frá nema það að sumarið er að bresta á og ég er meira viss en nokkurn tímann áður að ég er fullkomnun mannkynsins. Hvert sem ég fer mæti ég með yl og hlýju inn í líf allra sem á vegi mínum verða, og ekki má gleyma því hversu mikil sjónræn veisla ég er. En gott fólk, þið megið samt ekki gleyma því að þrátt fyrir að útlitið sé svona fallegt þá er ég líka frábær manneskja.... á einhvern undarlegan hátt allavega.

Ok, hef EKKERT merkilegt að segja greinilega þannig að bæ.

föstudagur, maí 18, 2007

Allir í vímu?!?!?

Jæja, þeir sem sáu fréttirnar í kvöld tóku eflaust eftir því að núna geta ungmennin (sem og allir hinir) halað niður vímuefnum á netinu. Semsagt einhver hátíðnihljóð og suð af ýmsum gerðum sem veldur einhverskonar vímutilfinningum, það er hægt að downloada kókaín vímu, hassvímu, áfengisvímu, e-töfluvímu og ýmsu meiru. Alveg magnað hvað fólki dettur í hug. En þetta á víst að virka eitthvað smá þannig að það er spurning hvort maður mæti nokkuð meira í vinnu á þessu ári, ég verð bara stoned heima í boði internetsins eða eikkað. Núna er bara að draga gardínurnar fyrir glugganna og njóta þess að vera löglega dópaður... eða hvað. Þetta er ekkert spennandi núna þegar þetta er ekki ólöglegt. Hvers vegna í ósköpunum ætti ég að vera vímaður þegar það er enginn til að banna mér það eða skamma mig.


Ég ætla bara að fara að horfa á Sjónvarpið og reyna að gleyma þessari vitleysu..... sjá kannski til í kvöld.... :p

sunnudagur, maí 13, 2007

Allt óbreytt og dirty hestamenn...

Jæja, íslendingar eru búnir að kjósa sömu ríkisstjórnina til valda. Mér er alveg sama hvaða flokkur það er, mér finnst bara ekki eðlilegt að sami/sömu flokkar stjórni landinu of lengi, þeir sem stjórna landinu of lengi fyllast nefnilega oft hroka og finnst bara sjálfsagt að þeir fái að ráða öllu og finnst í rauninni að gamla fólkið og öryrkjarnir megi bara eiga sig og þakka fyrir ölmusuna. Verð samt að viðurkenna að ég ber miklu meira traust til forsætisráðherrans sem er nú við völd en til Davíðs Oddssonar, ég myndi ekki treysta þeim manni fyrir barninu mínu (ef ég ætti barn).


Fór á smá fyllerí í gær og í rauninni ekkert nema gott um það að segja, nema það að hestamenn eru búnir að vera með eitthvað mót í víðidalnum og það heyrist allt sem sagt er í hátalarkerfinu inn í herbergi til mín (ef glugginn er opinnn). Og í morgun vaknaði ég við eikkað hestatal og svo heyri ég konuna sem er að blaðara í hátalaranum segja "Þeir þurfa að ríða bráðabana". Þetta er sjúkt, ÞEIR, semsagt fleiri en einn, eiga að ríða einhverjum sem er kallaður bráðabani, hver er bráðabani? Er það slátrarinn eða... eða... eða.... Ég veit það ekki, ég ætla bara að reyna að gleyma þessu og halda mig fjarri þessum perrum sem ganga um í þröngum buxum og dömulegum stígvélum.


Annars hef ég ekkert mikið að segja þannig að bæbæ

miðvikudagur, maí 09, 2007

Hvað segið þið þá?

"Í grein, sem tveir bandarískir læknar hafa skrifað í læknatímaritið Lancet, segir að reykingamenn sem leiti hættuminni leiða til að svala nikótínþörf sinni ættu að nota sænskt neftóbak, svonefnt snús, en mun minni hætta sé á að fá krabbamein af slíkri tóbaksnotkun en reykingum.

Í greininni, sem birtist í kvöld á vef tímaritsins, segir rannsóknir sýni, að 10 sinnum meiri líkur sé á að reykingamenn fái lungnakrabba en fólk sem notar snús. Þessar niðurstöður gætu leitt til þess að þjóðir endurskoði bann við notkun snús en þetta tóbak er t.d. bannað í öllum ríkjum Evrópusambandsins, nema Svíþjóð, og einnig hér á landi en eina neftóbakið, sem leyft er að nota, er það sem ÁTVR framleiðir. Notkun snús er hins vegar leyfð í Bandaríkjunum.

„Við ættum ekki að hika við að leyfa snús að keppa við sígarettur um markaðshlutdeild," segir í grein þeirra Jonathans Foulds og Lynn Kozlowski hjá læknaháskólanum í New Jersey. „Bann eða andstaða við snús í umhverfi þar sem sígarettureykingar eru úrbreiddar, er ekki skynsamleg heilbrigðisstefna.

Læknarnir fóru yfir niðurstöður tveggja rannsókna. Í annarri var fylgst með 280 þúsund Svíum á 20 ára tímabili og í hinni var reynt að leggja mat á áhrif þess ef snús yrði leyft í Ástralíu.

Snús er ekki hættulaust og að minnsta kosti 30 krabbameinsvaldandi efni finnast í því. Árið 2004 staðfesti Evrópudómstóllinn sölubann á snús á þeirri forsendu að neysla þess væri óumdeilanlega skaðleg. Hins vegar benda rannsóknirnar tvær til þess, að þetta tóbak sé ekki eins skaðlegt og áður var talið og alls ekki eins skaðlegt og reyktóbak."



Þetta hef ég alltaf sagt þegar fólk hefur verið að skammast í mér fyrir að nota snus... Ég var í rauninni bara að fullnægja nikótínþörf minni á tiltölulega öruggan hátt. Skemmtilegt hvernig þeir skrifa snus "snÚs"... En hvað um það. Heimurinn er greinilega að batna og áður en við vitum, verða allir sem eru eitthvað farnir að troða út varirnar á sér af snusi í staðinn fyrir kollagen og botox. Þjóðin mun standa á hafnarbakkanum veifandi íslenska og sænska fánanum í bland þegar flutningaskip troðfullt af sænsku, yndislegu, angandi og síðast en ekki síst löglegu munntóbaki siglir í örugga höfn. litlu börnin í leiksskólanum borða nú snus en ekki sand á meðan fóstrurnar brosa bara í kampinn í nikótínvímu. Þvílík gleði... Fólkið sem var áður svo fúlt vegna þess að það fær ekki nógu margar reykpásur brosir sínu blíðasta snus brosi.

Ég lifi í yndislegri draumaveröld. Vonandi verður þessi draumur að veruleika.