Götustrákurinn

mánudagur, janúar 07, 2008

Hungurmorða

Gleðilegt ár allir, vonandi áttu allir góð áramót, ég veit að ég átti góð áramót allavega.
Eyddi þeim með stjúpforeldrunum og fleiri góðum vinum og vinkonum :)

En árið byrjaði samt ekki vel fyrir Gunnann ykkar, ég fékk streptókokka og það eina sem ég fékk að lifa á var hóstasaft og alls konar pillur.


Sem minnir óhugnanlega mikið á frétt sem ég las á mbl.is um tvær konur sem festust inní lyftu í 2 sólarhringa, sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema það að þær höfðu ekkert að borða nema 6 stk verkjatöflur og einungis litla lögg af hóstasaft til að skola töflunum niður með. Mikið voru þær heppnar að hafa smá "mat" með sér.....


Þetta gerðist auðvitað í Bna!
Hvernig er það í Bna, eru verkjatöflur og hóstasaft álitin munaðarmatvæli eða eitthvað? Það er allavega talað um þessi lyf sem mat í fréttinni!!!
Hvernig er hægt að fá það út að verkjalyf séu matur?
Þó að ég væri fastur á eyðieyju með fullann gám að lyfjum liði mér ekkert betur... allavega hungurslega séð, lyfin gætu samt kannski hjálpað mér að gleyma mér eitthvað aðeins í leiðindunum, en ég myndi ekki borða lyf til að vera ekki með tómann maga.


En allavega, ég fann til samkenndar með amerísku ræstingakonunum og ég ætla að vona að þær séu búnar að fylla veskin sín af verkjatöflum og hóstasaft svona til öryggis ef þær skyldu nú festast aftur í lyftu... Ég ætla allavega alltaf að vera með úttroðna rassvasa af verkjatöflum ef ég skyldi festast á rauðu ljósi eða bara ef ég lendi í óþægilegum aðstæðum yfir höfuð.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Frændur okkar svíar

Þeir sem þurfa að fara í aðgerð sem krefst þess að læknar þurfa að eiga eitthvað við óæðri endann er vinsamlegast bent á að fara EKKI til Svíþjóðar. Það var nefnilega einhver heppin kona sem þurfti að fara í aðgerð þar vergna gyllinæðar...
Það tókst nú ekki betur en svo að læknunum tókst að kveikja í endaþarmi konugreysins sem er þar af leiðandi með brunasár á (eða í) óæðri endanum... Alls konar óþægindi sem eflaust fylgja því hmm...


Þessum snillingum þarna í Svíþjóð tókst semsagt að sulla fullt af sótthreinsandi vökva yfir aftanvert konugreyið og fóru svo í það að ég veit eiginlega ekki hvað, en það involver-aði allavega rafmagnstæki sem urðu til þess að neisti komst í rassinn á konunni og til að kóróna dagsverkið var eldurinn slökktur með saltlausn....?!?!?!? Ef það kviknar í mér, viljiði pleeeease nota allt nema SALTlausn til að slökkva í mér.



Svo er wife-beat-erinn Ike Turner dáinn.. Hann átti víst merkilegan tónlistar og eiginkonuberjara feril að baki. Við syrgjum ekki solleis fólk hér ónei.


En já, annars ekki mikið að frétta, vildi bara endilega deila þessari spítalasögu með ykkur þannig að þið þarna sem voruð orðin spennt fyrir gyllinæðaraðgerð í Svíþjóð gætuð endurhugsað málið.

miðvikudagur, desember 12, 2007

Ekki fyrir viðkvæma!!!

Hefði varla trúað því að það væri stundaður svona mikill skepnuskapur í þessum heimi, en ég ætla að skilja eftir link hérna fyrir þá sem hafa geð í sér til að horfa á hvernig loðdýraiðnaðurinn er í Asíu, og kannski rétt að benda á að margir þeir sem framleiða fatnað úr loðfeld kaupa akkúrat loðfeldinn frá Asíu... Allavega ef þið viljið sjá viðbjóð horfið á þetta:


www.petatv.com/tvpopup/Prefs.asp?video=fur_farm


Held ég eigi aldrei eftir að kaupa mér loðfeld... verð bara að pimpa mig upp einhvern veginn öðruvísi...

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Tabula rasa

Í dag las ég orðið Tabula rasa.


Tabula rasa þýðir semsagt autt blað.
Það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast og það er vegna þess að ég er barasta búinn að vera tabula rasandi all over the place, ég veit ekkert hvað ég á að skrifa um eða segja!
Samt finnst mér nú samt ekki eins og ég sé einhver auð blaðsíða, ég er nú alveg örugglega eitthvað miklu merkilegra en það, ég á bara eftir að finna það út.
En semsagt, þá hef ég nú ekki frá miklu að segja, ekki það mikið búið að ganga á síðasta mánuðinn eða svo nema þá kannski helst það að ég týndist en fannst samt sem betur fer aftur.


Note to self: Ekki taka lyfin sem geðlæknirinn þinn segir þér að taka.... :p


Annars er ég bara búinn að vera veikur heima seinustu daga í tómum leiðindum, en ég ætla að koma sterkur inn í vinnunna á föstudaginn og plana og plana og plana hvað ég og þeir sem ég vinn með getum gert sniðugt um jólin... Efast samt um að ég fatti upp á nokkru þar sem að ég er autt og hvítt A4 blað um þessar mundir.


Bumbey, stúlka sem vinnur með mér segir að eitthvert gáfumennið hafi haldið því fram að við fæðingu væru allir "Tabula rasa", eða autt blað, og persónuleikinn myndi þróast með tíð, tíma, uppeldi og skammarstrikum. Ég er bara ekki sammála, ég fæddist alveg fáránlega gáfaður, og ef það var eitthvað autt blað við mig eftir að ég fæddist var það helst það að fegurð mín festist ekki á myndavélapappír. Ég held miklu frekar að maður fæðist með alveg milljón blaðsíður, og allar með fullt af upplýsingum, og svo með tíð og tíma fer maður að gleyma, held að upplýsingarnar okkar séu á svona "posanótum" þar sem blekið eyðist smátt og smátt af nótunni.


En það er alveg hugsanlegt að þetta sé allt saman að breytast, allavega man ég ekki eftir því að ég hafi verið eins og fífl nýfæddur, kúkandi í bleyju og babblandi eitthvað barnamál! En ég hef heldur ekki séð eitt einasta barn með viti síðan þá!!!


En já, ég hef svo innilega ekkert merkilegt að segja þannig að bleh bleh.

fimmtudagur, október 25, 2007

Nígeríusvindl.... Aftur!!!

Fékk þetta stórsniðuga bréf frá einhverjum nígeríusvindlurum. Þetta er í annað sinn sem ég lendi í þessu. Er að spá í því hvort ég eigi að svara þeim og rugla aðeins í þeim á móti.


CONOIL NIGERIA
PLCSAVE OUR PLANET
/ANTI GLOBAL WARMING PROMOTIONSNOTIFICATION DEPT.CON
/NSES/FED.MINS.OF HEALTH
/ENV.NIGERIA.REF: GL/FDNS/


07The Conoil Petroleum Company of Nigeria Plc In conjunction with The Nigerian Society For Environmental Safety (NSES), the Federal Ministry Of Health and Environment Of the Federal Republic Of Nigeria,the Society for Anti-Global Warming and climatic Change, the World Health Organization (WHO), UNICEF, UNESCO, the African Union,ECOWAS, wishes to announce to you that you have been selected as one of four lucky winners in our inaugural Save our Planet/ anti global warming and climatic break down international awareness promotions of $1,000,000.00 (ONE MILLION UNITED STATE DOLLARS ONLY).This is in promotions of the fight against global warming, green house effect and climatic breakdown and to create international awareness of this threat and three lucky winners have been randomly selected among all our affiliates websites and email clients around the world that conform to the WHO (World Health Organization) anti global warming standards of Climatic and Environmental Protections Acts.Thus your profile has been selected from has been randomly selected from this website which is one of our Affiliate websites and you are a winner of $1,000,000 USD (ONE MILLION UNITED STATE DOLLARS ONLY).


The Conoil Petroleum Company of Nigeria Plc also with the Federal Ministry Of Health of the Federal Republic Of Nigeria and the other collaboratory bodies, is taking this innovative stance to combat the serious threat of Global warming and climatic breakdown in our Planet today and this is to inform you that your profile id in this website has been selected as one of the lucky winners in this years inaugural promotions of a Total cash payments of $1,000,000 USD (ONE MILLION UNITED STATES DOLLARS ONLY).


The Conoil Petroleum Company of Nigeria Plc. is one of the fastest growing Oil Company in Nigeria and is doing everything possible to reduce the Climatic Breakdown due to Oil Exploration and Mining.This Inaugural promotions shall be held annually to support the fight against global warming and climatic degradation in our planet.Please contact your payment agent James Ilori via His email address; jamesilori01@gmail.com with the following informations about yourself:Your Full Name:Address:Nationality:Sex:Tel:OccupationDate Of Birth:Security Code: A/TJD/GW/07Agent Name: James IloriContact Email: jamesilori01@gmail.com


You are advised to do so now to avoid late processing of your winnings as winners who do not contact their payment agent after 30 days of first announcement/Notification shall have their winning prize automatically transfered to next years promotions.Congratulations Once More!Save Our Planet!P.S.


It is also in your interest to keep this notification highly confidential to avoid double claims of your winnings and unwarranted abuse of this program


Your Sincerely,Dr. Chika
OnuPublic Relations DepartmentConoil Pet. Com.
Nig. Plc.Save our Planet/Fight Against Global Warming.Con/NSES/Federal Ministry Of Health/Environment.Nigeria.


Voðalega eru þessir nígeríumenn bjartsýnir að halda að ég falli fyrir þessu rugli. Magnað líka hvað þeir eru harðir á því að ég haldi þessu leyndu...
Ef ég nenni að rugla eitthvað í þeim skelli ég því hérna á bloggið.

laugardagur, október 20, 2007

Ekki sama Jón og Séra Jón

Í dag þykir fátt eins dannað og fínt eins og að banna sígarettureykingar hvar sem til sígarettureykingamanna næst. Ég reyki ekki þannig að þetta er ekkert að angra mig neitt sérstaklega. Núna er STJÓRN LSH búin að ákveða að reykingar skjólstæðinga á mínum vinnustað verði bannaðar frá og með næstu áramótum. Reyndar var starfsfólki sem reykt hafði í áratugi bannað að reykja í vinnutíma frá og með seinustu áramótum.


Það er gott að stjórnendum stofnunarinnar þykir svona vænt um mig, vinnufélaga mína og skjólstæðinga sína.


En þetta bann hefði náttúrulega aldrei orðið nema vegna þess að hið háttsetta löggjafarvald sem situr á þingi hefur í mörg mörg ár haft horn í síðu reykingamanna og reynt að svæla þá með lögum úr öllum skúmaskotum sem hægt er að finna. Alveg magnað að eftir allar þessar pólitísku ofsóknir á hendur reykingafólki skuli svo ennþá finnast reykingaherbergi í Alþingishúsinu!


Hvað er eiginlega með þessi fífl á þingi, þeir berjast gegn því með öllum ráðum að almenningur fái að reykja í friði en geta svo vogað sér að vera með eitthvað "Posh" smók herbergi í opinberustu byggingu landsins. Nú er svo komið að andlega veikt fólk sem leggst inn á spítala í veikindum sínum má ekki reykja meðan á innlögn á spítalann stendur eftir áramót. En hins vegar mega okkar háttvirtu þingmenn svæla úr sér lungun á milli þess sem þeir finna fleiri staði til að banna reykingar á.


Það ætti að setja þessa þingmenn sem reykja í þessu reykherbergi sínu í gapastokka á austurvelli og láta reykingamenn púa sígarettureyk framan í þá þangað til þeir verða svo veikir að þeir þurfi að leggjast inn á spítala og finni það first-hand hvernig það er að mega ekki reykja hvar sem þeim sýnist!!!

fimmtudagur, september 27, 2007

Snilligáfa....

Já, það er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Hef reyndar smá afsökun fyrir síðustu vikuna vegna þess að netið heima tók upp á því að bila... Þetta er reyndar engin almennileg afsökun, ég er nefnilega núna í vinnunni að blogga, hefði alveg getað gert það fyrr.
Það er samt ekki búið að vera mikið um að vera undanfarið nema bara það að ef maður byggi utanhúss væri frosið undan manni.
Já, haustið er komið og veturinn er alveg að skella á, ég sver það í heilanum mínum!!!
En allavega, þá fékk ég nafnlaust sms um daginn þar sem stóð: "Í dag er heill mánuður síðan þú bloggaðir síðast.... kv. leynilegur aðdáandi snilligáfu þinnar"
Já, þarna hafðið það, ÉG er með sniligáfu, ég vissi það reyndar alltaf en ég hef alltaf reynt að fela hana á bakvið kjánalæti. Greinilegt að það virkar ekki lengur, fólk er farið að sjá í gegnum mig og sér ekki lengur bara ótrúlega fallegann mann með kjánalæti, heldur alveg ótrúlega fallegann mann með snillgáfu.
Núna get ég hætt að vera með kjánalæti og byrjað að tala um gáfulega hluti í gríð og erg. Ekki láta ykkur bregða ef ég hitti ykkur þó að ég byrji að tala um Dow Jones iðnaðarvísitöluna og það hvað íslenska krónan er búin að styrkjast eða lækka þann daginn.
Ok, hef ekkert að segja, bæbæ

föstudagur, ágúst 17, 2007

Ostaskerar...

Inn á www.mbl.is í dag var talað um kanadískan landsliðsmarkmann sem lenti í heldur óvenjulegu óhappi. Hann semsagt lenti í því að sneiða ofan af þumalputtanum sínum með ostaskera! Þegar ég las fréttina hugsaði ég fyrst með mér hvörslags fífl þetta hlyti að vera... En svo varð mér litið á þumalputtann á vinstri hendinni minni. Þar ber ég semsagt ör eftir samskonar slys! Ég er semsagt líka svona mikið fífl.

Þetta er án efa það klaufalegasta og asnalegasta slys sem ég hef lent í, ég held ég hafi verið í tíunda bekk þegar þetta gerðist, var nývaknaður og að búa til ostasamlokur sem ég ætlaði að setja í samlokugrillið. Og þegar maður er nývaknaður er maður ekkert mikið að hugsa, svo vil ég meina að osturinn hafi ekki verið upp á sitt besta, ostaskerinn átti eitthvað voðalega erfitt með að skera ostinn. En ég var semsagt að skera ostinn með ostaskeranum nema bara það að ostaskerinn stóð eiginlega bara fastur í þannig að ég rykkti í hann og það virkaði svo vel að ég gat skorið ostinn en um leið tókst mér að skera stykki af þumlinum! Mjög svo klaufalegt, og ekkert smá neyðarlegt að þurfa að fara til læknis til að láta sauma puttann saman.

Vonandi lærið þið eitthvað af þessari sögu þannig að þið þurfið ekki að lenda í þessu... ég hef nefnilega kynnst þremur manneskum sem hafa lent í þessu sama síðan þetta kom fyrir mig.

Kv. Gunni forvarnarfulltrúi :p

föstudagur, ágúst 10, 2007

Gamall Kall

Þá er ég "loksins" orðinn gamall kall!
Ungur í hjarta, en samt sem áður gamall kall!
Átti 27 ára afmæli í gær, TUTTUGU OG SJÖ ÁRA gamall kall!!!
Ég verð að viðurkenna að mér líst ekkert á blikuna.
Bringuhárin fara ábyggilega að grána og bráðum verð ég kallaður
Gamli Grái eða eitthvað þaðan af skemmtilegra.

Gerði nú reyndar ekkert mikið í tilefni dagsins nema að horfa í spegil og kveðja unglinginn hann sjálfan mig. Spurning um að fara að spara til mögru áranna, þegar ég verð svo settur inn á elliheimili á ég einhvern pening eftir til að múta starfsfólki stofnunarinnar sem ég verð settur á til að hugsa betur um mig en hina...
Því ég er, jú, svo rosalega sérstakur, svona líka frábær og æðislegur,
og ekki einu sinni ellikelling getur skemmt það fyrir mér, eða kannski getur hún það! Held að það væri samt bara verst fyrir alla hina sem hingað til hafa fengið að njóta góðs af skemmtilegheitunum í mér..... Eða kannski hætti ég að vera hress og verð bara elliær og skemmti engum nema sjálfum mér... Nema auðvitað að ég hafi bara alltaf verið að skemmta BARA sjálfum mér.

Ég efast samt um það, mér finnst ég sjaldan hafa verið jafn skemmtilegur og núna og ég er náttúrulega með svo rosalega gott innsæi og svo hef ég líka alltaf rétt fyrir mér.


Ég vona bara að ég endi ekki sem gamall kall á egótrippi.............

laugardagur, júlí 21, 2007

Skrýtinn fréttaflutningur...

Halló Hæ!!!

Það er nú ekki búið að vera mikið um að vera hjá mér undanfarið, mest af tíma mínum hefur farið í annaðhvort vinnu eða afslöppun í sólinni sem er búin að vera óvenjumikið á ferðinni þetta sumarið.

En svo við færum okkur aðeins yfir í það sem er að gerast í þjóðfélaginu þá verð ég bara að benda á eina alveg ótrúlega furðulega frétt sem ég var að lesa á einhverri fréttasíðunni. En fyrirsögnin var eitthvað á þessa leið "Þrjár 17 ára stúlkur ætla að vera einar fyrir utan Nexus í nótt til að tryggja sér eintak af Harry Potter"... Þetta var einhvern veginn svona, man það ekki alveg, en málið er það að hverjum dettur í hug að auglýsa það að þrjár 17 ára stelpur ætli að eyða nóttinni einar utandyra?
Það vantaði bara að lýsa nærfötunum sem þær voru í... Svona til að tryggja að allir perrar á landinu myndu örugglega láta sjá sig! Lærðu menn ekkert af kompás?

Svo er það þetta með þetta hundgrey á akureyri. Talandi um múgsefjun... Einhver gæi sakaður um að hafa farið í fótbolta með eitthvað lítið hundgrey, svo kom í ljós að það var líklega allt saman vitleysa... Og gæinn sem var sakaður um þetta er búinn að vera snöktandi heima hjá foreldrum sínum alveg síðan þetta gerðist af ótta við hefndaraðgerðir. Alveg magnað hvað fólk getur orðið móðursjúkt í því að saka einhvern um eitthvað svona án þess að það sé nokkuð til í því.

Annars er bara allt rólegt hjá mér... Var bara heima í kvöld að sötra smá öl og spjalla við hina og þessa um hitt og þetta... Ætla ekkert að fara að slúðra neitt meira um það :p

Við skulum annars bara fara að vona að þessi gúrkutíð hætti og ég geti farið að skrifa um eitthvað af viti... eins og til dæmis mig!

Þangað til þá, bæbæ

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Aftur í vinnunni

Hið langþráða sumarfrí gat nú ekki ekki varað að eilífu þó að ég muni gera það...
Ekkert smá gott að komast í sumarfrí samt, og svo á ég reyndar eftir rúmar tvær vikur sem ég ætla að nota í lok júlí og fram á miðjan ágústmánuðinn. Fór þar seinustu helgi á smá djamm með fólkinu í vinnunni minni, en HALLÓ HÆ... Ég er næstum því heilbrigður á við suma... eða ekki. Ég lifi auðvitað í blekkingu. En ég verð að viðurkenna að ég er farinn að bíða spenntur eftir næsta vinnudjammi.

Ég er búinn að komast að því að það er óhollt að vinna í minni vinnu, það kom glögglega í ljós þegar ég fór í sumarfríið og aukakílóin fóru að hrynja af mér. Ég spái því að þau verði öll komin aftur innan tíðar... Sem er reyndar eins gott vegna þess að það elska mig svo margir að það getur orðið erfitt að skipta mér á milli ef ég er einhver horrengla.

Fór svo vestur á Hellissand um helgina með lilla bró að hjálpa pápa að sparsla, pússa og mála sumarhúsið sem ma&pa voru að kaupa sér. Heilmikið púl en mjög gaman samt. Svo er nú ekki mikið annað að frétta, átti að vera í fríi um helgina en ákvað að taka aukavaktir.

Annars snúast áhyggjur mína þessa daganna helst um það hvort að Bjössi og Eva fatti að ég er búinn að selja öll rafmagnstæki sem þau áttu á meðan ég var að passa íbúðina þeirra (en þið sem vissuð ekki af því þá stungu þau mig af til útlanda). Ég náði samt að kaupa ódýrar eftirlíkingar af þeirra tækjum Þannig að þetta verður alveg í lagi svo lengi sem það kvikni ekki í þessu, enda eru flatskjáir úr pappa ekki mjög öruggir....

Allavega, ekkert að frétta, bara að sinna bloggskyldunni, Bæbæ :)

fimmtudagur, júní 14, 2007

Langþráða sumarfríið

Jæja, þá er fyrsta vikan af sumarfríinu að klárast, verð að viðurkenna að ég kann ekki að vera í sumarfríi, mér finnst alltaf eins og ég eigi að mæta í vinnunna "á morgun" eða "á eftir".
Missti mig gjörsamlega í tilgangsleysinu í upphafi vikunnar og sló garðinn, svo ryksugaði ég húsið og svo skúraði ég gólfin og svo bakaði ég pönnukökur og skúraði svo aftur gólfin vegna þess að ég sóðaði svo mikið út í pönnukökubakstrinum.

Næst þegar ég fer í suamrfrí ætla ég að vera viðbúinn með einhverja "aðgerðaáætlun", eitthvað annað en að sinna garðverkum eða húsverkum. Kannski verð ég búinn að undirbúa mig með hálfs-árs fyrirvara og byrgja mig upp af áfengi og svo get ég bara legið heima í baði og drukkið mig útúr-ölvaðan. Eða ekki. Það er alveg ágætt að sinna svona venjulegum verkum af og til, engir skjólstæðingar að úthúða mér eða eitthvað svoleiðis. bara ég og sláttuvélin... færi mér samt betur að vera með stóra keðjusög...

Allavega, ef einhver er í fríi og vill leika má hann hafa samband... eða hún...

mánudagur, júní 11, 2007

Hún á afmæli í dag.....

Til hamingju með ammlið Dísa "fitubolla" :p Hafðu það gott á sjálfan ammlisdaginn þinn :)


En að öðrum málum, kona á níræðisaldri fannst drukknuð í heimasundlaug út á landi og núna er local lögreglan að RANNSAKA málið. Sko, ég er ekki að gera grín að greyið konunni og myndi aldrei gera það, þetta er eflaust mjög leiðinlegt fyrir ættingjanna, en come on, getur ekki verið að konan hafi bara verið orðin gömul og drukknað fyrir slysni, af hverju er verið að slá þessu upp eins og glæp? Ungt fólk hefur fundist drukknað í sundlaugum án þess að þar hafi verið á ferðinni glæpur! Ef ég myndi lifa það að vera á níræðisaldri myndi ég ekki fara í sund nema vera með kút!

laugardagur, júní 09, 2007

Sumarfrí !!!

Það var undarlegt ástand í vinnunni í gær, tár á hvörmum allra stúlknanna sem eru að vinna með mér og ég er ekki frá því að ég hafi heyrt ekkahljóð í strákunum líka.
Ástæðan: ég var að fara í sumarfrí! Ég fékk næstum samviskubit yfir því að vera að yfirgefa vinnufélaga mína á svona grimmilegan hátt... En sumarfríið mitt er bara einn af þessum hlutum sem verða að gerast, og ég vona að stúlkurnar á deildinni minni geti þolað að missa mig í nokkrar vikur. Ætli ég verði samt ekki að kíkja við svona reglulega til að minna alla á að lífið er ekki vonlaust og leiðinlegt. Svona er ég nú alltaf góður og hugulsamur í mér, og eins og stelpurnar í minni vinnu vita þá er hógværðin mín minn mesti og besti kostur, og þeir eru ekki fáir kostirnir skal ég segja ykkur.

En hvað um það, ég er farinn í sumarfrí :D

fimmtudagur, júní 07, 2007

Allt þetta afmælislið!

Magnað hvað allt fólk þarf að eiga afmæli þessa daganna, enginn búinn að eiga afmæli undanfarið og ekkert búið að vera gerast... nema kleppsafmælið... nema toppmannsafmælið og nema eitthvað meira sem ég man ekki alveg, en núna á ég að finna tíma til að fara í 6 afmæli á fjórum kvöldum. Það er eins og ég hafi skynjað þessa afmælishrinu fyrr á árinu þegar ég skráði niður hvenær ég vildi fara í sumarfrí, en ég gleymdi að sama skapi að spara fyrir öllum þessum afmælisgjöfum þannig að þið sem eigið afmæli megið bara sætta ykkur við loft úr lungunum mínum... og smá svitalykt af mér ef þið eruð heppin :p


En allavega, Ofvirka sjúkraliða-konan átti afmæli í gær 06.06 þannig að til hamingju með það Elsku ofvirka sjúkraliðakona :D Og í dag 07.06 á Ingi Sævar góðvinur minn stórafmæli, hann er kominn á löggiltan þynnkualdur. Til hamingju með að vera loksins orðinn "þynnkufær".


Ég man nefnilega þegar ég var yngri en 25 ára þá var ég alltaf voða glaður og hreykinn af því að geta drukkið eins og svín en litið út eins og nýsleginn túskildingur daginn eftir og algerlega laus við þynnku, en fróðir menn sem voru orðnir eldri en 25 ára sögðu mér að daginn sem ég yrði 25 ára myndi ég hætta að geta drukkið og djammað án afleiðinga. Og það stóðst svo sannarlega, Þetta voru skelfileg tímamót, en að sama skapi held ég að þau hafi haft góð áhrif á lifrina mína þar sem ég gafst fljótlega upp á að djamma fleiri en eitt kvöld í viku.

En hvaða bjánaskapur er það hjá þeim sem fann upp á þynnkunni að láta hana byrja þegar maður kann loksins eitthvað smá í drykkju, loksins þegar maður er að skríða upp úr unglingadrykkjunni verður maður þunnur. Mér finnst þetta virkilega ósanngjarnt, held þetta hefði meira forvarnarlegt gildi ef þrettán ára krakkar gætu ekki mætt í skólann vikum saman eftir eitt fyllerí. Af hverju að vera leggja þetta á herðarnar á fullorðnu fólki sem þarf að hugsa um að borga reikninga og jafnvel að ala upp sí-öskrandi krakkaorma?


En hvað um það, þið sem eigið afmæli þessa daganna: Til hamingju með ammlið :)