Götustrákurinn

fimmtudagur, september 28, 2006

Henti henni út...

Ég horfðist í augu við hana í gær.
Hún var svo lokkandi,
reyndar hálf yfirþyrmandi.
Ég sagði við sjálfan mig að ég gæti alveg lifað án hennar,
En það var eitthvað við hana sem gerði hana alveg ómótstæðilega.
Svo fékk ég nóg og henti helvítis snus-sprautunni
út um gluggann!

mánudagur, september 25, 2006

Batnandi mönnum er best að lifa.....

Jæja, ég tók afdrifaríka ákvörðun kl 14.00 í dag.
Ég semsagt ákvað að hætta að nota snus, núna er ég semsagt dúðaður í nikótínplástra og tyggjandi nikótíntyggjó eins og ég eigi lífið að leysa. Samt er ég ekki frá því að ég sé að sigla inn í ólgusjó fráhvarfa. En núna verður bara tíminn að leiða það í ljós hvort ég geti staðið uppréttur án míns kæra snuss.
Nú væri gaman að vita hvað þið haldið að ég meiki þetta ástand lengi?

Dýravinir.....

Var að horfa á Tv í gær og sá þá að það er byrjað að sýna nýja þætti í sjónvarpinu. Þeir heita því skemmtilega nafni "Dýravinir". Hljómar eins og einhverskonar dýraklám, en er það ekki. Þetta var ógeðslega leiðinlegur þáttur vægast sagt og ég er núna kominn með nýja kenningu um dauða Steve Irwin, hann hefur séð Pilot-þáttinn af dýravinum og ákeðið að fremja sjálfsmorð og stungið sig sjálfur á stingskötunni. Þetta gæti samt verið rangt hjá mér, en þetta hljómar trúverðugt rétt á meðan maður horfir á þennan þátt...
_______________________________________________________
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Svo á laugardaginn var ég að reyna að horfa á sjónvarpið og þá var þessi líka "fína" mynd sem hét "Last race". "Last Race" er svona hálfgerð B-myndar útgáfa af "Fast and the furius" sem var hálfgerð B-mynd ef út í það er farið. Þvílíka ömurlega myndin. Morguninn eftir þegar ég átti að vakna í vinnunna langaði mig bara einfaldlega ekki til að vakna, ég er ekki frá því að sjónvarpið sé farið að skemma mig andlega, ekki vegna ofbeldisins epa kynlífsins, nei, það er vegna þess hversu lélegt sjónvarpsefni er orðið. COME ON, hvar er Matlock?

fimmtudagur, september 14, 2006

Supernova búið

Jæja, þá er Supernova búið, Magni lenti í fjórða sætinu, eins og eflaust flestir hafa búist við og Lukas lenti í fyrsta, ef einhver var hissa á því að Lukas og Dilana enduðu í tveimur efstu sætunum má sá aðili endilega láta mig vita því sá hinn sami þarf nauðsynlega á hjálp að halda. Magni er strax kominn með samning. Hann skrifaði undir samning við mig í fyrrinótt. Hann mun sjá um að fylla upp í skemmtiatriði á Club Heaven þegar ég er upptekinn. Að launum fær hann endalausa vist í Club Heaven og jógúrtdós (100% hrein jógúrt sko).
Þið vitið leyniorðið til að komast inn á Club Heaven, nú er bara um að gera að muna það og ef minnið er gloppótt þá er bara að láta húðflúra það á sig.
Bless bless!

sunnudagur, september 10, 2006

Jól og almennar barsmíðar!

Já, það er nú ekki mikið að gerast þessa daganna skal ég ykkur segja, meira að segja er svo lítið að gerast að ég er bara dottinn í djúpa holu jólapælinga. Ég er búinn að ákveða að horfa á eins margar jólamyndir og ég get fyrir jólin og drekka ótæpilega mikið af heitu súkkulaði og og éta piparkökur eins og ég fái borgað fyrir það. Reyndar ætlum við í vinnunni að horfa á Home Alone rétt fyrir jól og hafa það gott saman.
Alveg frábært í fréttunum, eikker öryggisvörður stunginn á Select í nótt og starfsmaður laminn í augað. Þetta hefði sko ekki gerst ef ég væri að vinna þarna á næturvöktunum eins og ég gerði fyrir 7 árum síðan. Þá var sko ekki hægt að komast upp með neitt múður á Select skal ég ykkur segja. En það geta ekki allir verið eins frábærir og ég, þá væri lífið allt of tilbreytingalaust.
Er bara í vinnunni núna og er að hugsa um að fara að halda áfram að vinna. Bara eitt að lokum, látið starfsfólkið á Select vera, það er á nógu lélegum launum þó það þurfi ekki að eyða þeim í ferð á slysó!!!

fimmtudagur, september 07, 2006

Öldin okkar, flugslys og ekki neitt

Jæja, er búinn að vera að glugga í öldina okkar undanfarið, ýmislegt merkilegt búið að gerast á þessari litlu eyju seinustu 100 árin eða svo. Rak samt augun í eina greinina sem er úr einhverju fínu blaði gefnu út það herrans ár 1937, og fyrirsögnin er ekkert smá fín eða "Friðarræða Hitlers" og svo er auglýst að búið sé að gefa út friðarræðu Hitlers á hhljómplötu og talað um hvað hann sé nú mikill og merkilegur maður. Hvernig ætli gæjanum sem skrifaði þessa grein hafi liðið 2 árum seinna hehe...
Á morgun ætlar listakona deildar 12 hún Elín að fljúga til Hafnar, En Elín er náttúrulega doldið flughrædd þannig að ég er búinn að lofa henni að redda Bubba til að syngja í jarðarförinni hennar ef eitthvað fer úrskeiðis... Ef einhver hefur Bubba í rassvasanum látið mig vita! En ég benti nú Elínú á henni til huggunar að flugslys eru mjög fátíð og ef eitthvað gerðist á annað borð deyja flestir við höggið þegar flugvélin hrapar, annars deyr fólk venjulega úr reykeitrun eða brennur lifandi. En við hugsum bara jákvætt. Og ef allt fer á versta veg á hún frátekið pláss inni á CLub Heaven.
Annars bið ég ykkur bara vel að lifa, veriði sæl