Komst að því í gær að kvenfólk landsins virðist vera álíka feimið við mig og það er ástfangið af mér. Því engin fékk ég blómin. Og ef ég hefði ekki haft Andreu og Dagmar stuðboltastelpur til að daðra við á MSN hefði þessi misheppnaði Valentínusardagur verið ennþá verri.
Svo kom upp úr krafsinu að ég mun hugsanlega (ef veður og papparazzar leyfa) kíkja á smá djamm á laugardaginn. Andrea Stuðbolti&Co Eru nefnilega með grímuball. Og þá er nú aldrei að vita nema ég bregði undir mig betri fætinum. Reyndar vorum við Andrea eitthvað að velta því fyrir okkur hvernig búninga væri best að fara í, en svo komumst við að því að það er alger synd að hylja guðdómlega fegurð okkar og vorum jafnvel að hugsa um að mæta sem FULLKOMNA PARIÐ!
En það er ekki víst þar sem að við gætum hreint og beint eyðilagt fjölda sambanda hjá fólki sem myndi sjá okkur. Þar sem að fólki þætti það augljóslega vera í ömurlegu sambandi við hliðina hjá okkur "FULLKOMNA PARINU".
En nú finnst mér ég vera búinn að halda frábærleikanum í mér niðri í allt of langan tíma til þess að láta ekki aðra fá minnimáttarkennd þannig að það er kominn tími til að ég sýni mitt rétta andlit, sem er bara fallegt.... Ef einhverjum á eftir að líða illa eða fá minnimáttarkennd útaf því, þá bara "so be it", ég er hættur að draga mig í skelina fyrir ljóta fólkið.