Götustrákurinn

mánudagur, febrúar 26, 2007

Netlöggan !!!

Var að lesa á einhverjum fréttamiðli að Steingrímur J Sigfússon... kallinn í vinstri grænum vill notast við internetlöggur... Hvað er kallinn að pæla, er hann að meina það að þegar ég "villist" inn á einhverjar ljósbláar síður komi gella í þröngum latex-löggubúning heim til mín að refsa mér eða fæ ég bara regular-size löggu heim til mín sem maze-ar mig bara. Ég vil vita meira!

laugardagur, febrúar 24, 2007

Veislan...

Það verður ekki skafið af stúlkunum sem vinna með mér, þær sinna starfi sínu vel. ég mætti á áðan í vinnunna og þar biðu mín ótal gerðir af alls konar kökum. Stelpunum hafði greinilega runnið blóðið til skyldunnar og vildu greinilega gera allt til að gera dvöl mína hér í vinnunni sem ánægjulegasta. Takk Erna og Elín fyrir veisluna sem var fyrir mig þó að "óþægilegar" raddir vilji meina að þetta hafi verið allt verið fyrir sjúklingana gert. Kannski bara ágætt að fólk haldi það þar sem að Kompás yrði nú snöggur að gera sér fréttamat úr því að starfsfólk á kleppi gerði ekki annað en að baka fyrir mig í vinnutímanum.
Annars er nú ekki mikið að gerast þessa helgina hjá mér. Er orðinn eikkað óggu ponsu veikur en læt það ekki stöðva mig í að koma í vinnunna... í bili allavega. En ef ég verð veikur og kemst ekki í vinnunna verður neyðarástand á kleppi vegna þess að þá þarf að senda starfsfólk af deildinni heim til mín til að sinna mér og jafnvel baka fyrir mig. Þannig að við skulum vona að ég verði ekki veikur. allavega, þá er ekkert nýtt að frétta og ég er ennþá jafn frábær þannig að bara bless!

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Gærkvöldið...

Fór á þvílíkt skemmtilegt djamm í gærkvöldi og eru afleiðingarnar alveg skelfilegar.... Þynnka og tilheyrandi. Kíkti í grímubúningapartí í gær, sem var ekki aldeilis amalegt, umkringdur af fögrum fljóðum í efnislitlum búningum og playboy kanínu í kjöltunni. Svona ættu sko allir dagar að vera.
Svo fór ég niður í bæ á sólon og vá hvað það er langt síðan ég hef farið á djammið þangað, þetta var alger snilld, þetta var eins og að fara í tímavél. Dæja, Dagó, Dagný og Andrea, Takk fyrir geggjað djamm. Svo þegar ég var alveg að klárast ákvað ég að fara að kíkja og þá rakst ég á Inga sævar með kærustunni sinni. Og af því að þeim finnst ég svo frábær varð ég bara að kíkja með þeim á Glauminn. En semsagt niðurstöðurnar af kvöldinu í gær voru þær að ÉG er bara pottþétt frábær, það hlýtur að vera satt og rétta þegar fullt af fallegum fljóðum í efnislitlum búningum fullyrða það.
Þá vitið þið það, bæbæ

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Valentínusardagur og Grímuböll

Komst að því í gær að kvenfólk landsins virðist vera álíka feimið við mig og það er ástfangið af mér. Því engin fékk ég blómin. Og ef ég hefði ekki haft Andreu og Dagmar stuðboltastelpur til að daðra við á MSN hefði þessi misheppnaði Valentínusardagur verið ennþá verri.
Svo kom upp úr krafsinu að ég mun hugsanlega (ef veður og papparazzar leyfa) kíkja á smá djamm á laugardaginn. Andrea Stuðbolti&Co Eru nefnilega með grímuball. Og þá er nú aldrei að vita nema ég bregði undir mig betri fætinum. Reyndar vorum við Andrea eitthvað að velta því fyrir okkur hvernig búninga væri best að fara í, en svo komumst við að því að það er alger synd að hylja guðdómlega fegurð okkar og vorum jafnvel að hugsa um að mæta sem FULLKOMNA PARIÐ!
En það er ekki víst þar sem að við gætum hreint og beint eyðilagt fjölda sambanda hjá fólki sem myndi sjá okkur. Þar sem að fólki þætti það augljóslega vera í ömurlegu sambandi við hliðina hjá okkur "FULLKOMNA PARINU".
En nú finnst mér ég vera búinn að halda frábærleikanum í mér niðri í allt of langan tíma til þess að láta ekki aðra fá minnimáttarkennd þannig að það er kominn tími til að ég sýni mitt rétta andlit, sem er bara fallegt.... Ef einhverjum á eftir að líða illa eða fá minnimáttarkennd útaf því, þá bara "so be it", ég er hættur að draga mig í skelina fyrir ljóta fólkið.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Eftirlýstur!!!

Rak augun á grein á mbl.is á áðan. Þar var verið að lýsa eftir 16 ára stúlku sem hafði alveg óvart í einhverju táninga-angistarkasti stolið BMW foreldra sinna og var búin að vera týnd í 2 daga. Allt gott og blessað með það. En greyið stúlkukindin, lýsingin var ekki góð, sögð ÞÉTTVAXIN og myndin alveg hræðileg.


Fór að pæla, ef ég myndi týnast, hvernig yrði lýsingin á mér?
Ég held að hún yrði einhvernveginn svona:


"26 ára karlmaður (ungur í hjarta) týndist á djamminu síðastliðna helgi. Drengurinn sem heitir (þið vitið hvað ég heiti), er einstaklega fallegt eintak af aría kynstofni og getur látið hvaða fatnað sem er líta vel út. Hann er 177 fallegir cm. á hæð og "þéttvöðvaður" ( ég viðurkenni það aldrei að ég sé þéttvaxinn). Hárið er með því fallegasta sem um getur þó víða væri leitað og augun óvenju skörp og greindarleg. Nefið gefur til kynna einstakan kynþpkka og af munninum að dæma virðist þessi ungur maður vera víðlesinn og geta gefið af sér virkilega gáfulegar setningar."

Svo yrði sýnd mynd af mér þar sem ég lægi nakinn á lambagæru.

Allavega ef ég týnist á djamminu einhverntímann á næstunni þá þurfið þið að sjá til þess að það sé rétt lýst eftir mér. Þetta er bara nokkrir punktar og þið megið að sjálfsögðu koma með fleiri hrósyrði.

Takk fyrir

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Starfsmannaviðtalið.....

Fékk þann heiður í gær að fá að tala við Deildarstjórann í alveg 40 mínútur í gær.
Ástæðan, STARFMANNAVIÐTAL. Ég veit hvað þið eruð að hugsa, þið eruð að hugsa, hvað gerðiru af þér Gunni? Gekkstu of langt Gunni?
En NEI, ég gerði ekkert af mér, þetta var bara árlegt starfsmannaviðtal þar sem málin eru rædd á jafningagrundvelli (samkv. Yfirstjórninni) . Það kom ekkert nýtt fram, Ég er simply the best :p (mín orð allavega). Og svo kom eitt óvænt hrós, eitthvað sem ég hefði aldrei trúað, ég er semsagt alveg rosalega stundvís. Þar hafið þið það. Ef gamli yfirmaðurinn minn hjá húsasmiðjunni myndi sjá þetta myndi hann pottþétt fá heilablóðfall. Ég var líka hissa. En stundvísi er víst stór hluti af því að vera jafn frábær og ég er þannig að ég tók þessu af miklu æðruleysi.


Var að vinna í gærkvöldi og af því að ég er svo frábær (eins og áður hefur komið fram) tók ég að mér að leysa af á næturvakt líka. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um það, en tungfyllingin var 99%, semsagt næstum fullt tungl.


Allavega ekkert merkilegt að gerast. þannig að bless bless :)